Þriggja mánaða töf á nauðsynlegum ákvörðunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. mars 2009 06:00 Jónas Fr. Jónsson lét af starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins núna um mánaðamótin. Hann horfir yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvar betur hefði mátt standa að málum og bregst við gagnrýni á á FME sem hann segir um margt hafa verið ósanngjarna. Fréttablaðið/Stefán Dráttur á nauðsynlegum ákvörðunum við enduruppbyggingu fjármála og viðskiptalífs kann að verða dýr að mati Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME). Brotthvarf hans úr starfi er hluti af endurnýjun á æðstu stöðum sem kallað hefur verið eftir í kjölfar bankahrunsins hér. Jónas kveðst sýna þeirri kröfu skilning þótt vissulega sé sárt að þurfa að hverfa frá verki í miðjum klíðum. Hann segir gagnrýni sem sett hefur verið fram á störf FME um margt ósanngjarna. „Árin 2003 til 2005 þrefaldast stærðin á íslenska fjármálamarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur eftirlitsins um 15 prósent og meðalstöðugildum fjölgar um þrjú," bendir Jónas á. „Þegar ég kom til starfa seinni hluta árs 2005 sá ég að starfsmenn voru allt of fáir og fjárráð stofnunarinnar of lítil. Þá þurfti að taka á upplýsingatæknimálum, starfsmannavelta var mikil og kannski ákveðin minnimáttarkennd í gangi gagnvart bönkunum. Valdheimildir voru þröngar og mjög afmarkað hvenær beita mátti stjórnvaldssektum." Jónas beitti sér fyrir auknum valdheimildum og að stofnunin hefði möguleika á að halda í lykilstarfsmenn, auk þess sem fjölgað var í starfsliði og strangt ráðningarferli tekið upp. Þá voru öll skýrsluskil rafvædd og unnið að þróun úrvinnslukerfis, auk þess sem unnið var að ISO vottun fyrir öryggi upplýsingakerfa. „Þessi uppbygging var farin að skila sér í sterkari stofnun og ýmsir sem gáfu henni góða einkunn, meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem kom hér í eftirlit um mitt ár 2008. Í úttekt sjóðsins sagði að FME hefði bætt gæði og eflt starfsemi sína, aðlagað starfsemi sína að þeim breytingum sem orðið hafi á bankakerfinu og uppfylli reglur Basel um skilvirkt fjármálaeftirlit. Þeir töldu að í ljósi stærðar fjármálakerfisins þyrfti ef til vill meira að koma til, en að í heildina hefði vel tekist til," segir Jónas. Þá telur Jónas að neyðarlögin og vinnan í kringum þau síðasta haust hafi í raun sýnt gæði starfsfólks FME og styrk stofnunarinnar. „Alþingi sýndi FME mikið traust með því að fela því mjög vandasamt verkefni með neyðarlögunum. Eftirlitið breyttist í krísumiðstöð þar sem menn unnu myrkranna á milli af ótrúlegri fórnfýsi við að koma í veg fyrir að bankaþjónusta á Íslandi stöðvaðist, skipa menn til að verja eignir bankanna og hefta það að eldarnir breiddust út og fleiri fjármálaþjónustufyrirtæki féllu. Auk starfsmanna FME unnu starfsmenn Seðlabankans, stjórnsýslunnar og bankanna mikið afrek." Til viðbótar áréttar Jónas, þvert ofan í það sem haldið hefur verið fram í opinberri umræðu, að strax hafi verið byrjað á rannsóknum á því hvort mögulega hefði átt sér stað refsivert athæfi. „Starfsmenn FME fóru meðal annars í að skoða verðbréfaviðskipti og ýmis atriði varðandi starfsemi verðbréfasjóða. Fengið var teymi af endurskoðendum til að fara ofan í saumana á málum hjá bönkunum. Sú vinna var mjög vönduð og hefur áfram verið unnið úr henni. Niðurstaða í fyrstu málunum ætti að liggja fyrir á næstunni, en breytingarnar sem urðu hjá FME hafa óneitanlega tafið þetta." Þá segir Jónas rangt sem sumir hafi haldið fram að FME hafi lítið beitt sér í eftirliti sínu. Frá miðju ári 2007, þegar FME fékk auknar sektarheimildir, og út árið 2008 hafi um 30 aðilar verið beittir stjórnvaldssektum, auk annarra aðgerða eftirlitsins. „FME hefur liðið fyrir það í umræðunni að ársskýrsla frestaðist vegna hrunsins auk takmarkaðra gagnsæisheimilda, sem gert hefur erfiðara að fjalla um starfsemina. Ég hef hvatt til aukinna gagnsæisheimilda og fagna nýframlögðu frumvarpi í þá veru." Hann áréttar að hlutverk og heimildir FME séu afmarkaðar í lögum og ekki hægt að beita íþyngjandi valdboði nema aðilar hafi farið á svig við lög. „Ég tel að FME hafi rækt lögbundið hlutverk sitt vel." Málin sem taka þarf áJónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitið FME uppgjör viðtal mars 2009Sömuleiðis kveðst Jónas telja að miðað við aðstæður hafi rétt leið verið valin í kjölfar neyðarlaganna. „Ef rétt er unnið úr eignasöfnunum og lagaumgjörðin um slit fjármálafyrirtækja bætt, mætti jafnvel ná betri heimtum en menn sjá fram á að gera í dag. En auðvitað miðast það líka við tímann sem menn hafa til verksins og efnahagsástandið. Verkefninu er langt í frá lokið." Um leið segir Jónas að skort hafi framtíðarstefnu og nauðsynlegar ákvarðanir. Þegar fyrsta áfanga björgunarstarfsins var að ljúka í nóvember, hafi dregið úr þeirri samstöðu og eindrægni sem einkennt hafði starfið fram að því. „Stjórnmálamenn fóru að leita að sökudólgum til að beina athygli og óánægju frá sjálfum sér og skora jafnframt pólitísk stig. Umræðan varð mjög neikvæð, sem svo aftur hafði lamandi áhrif út í stjórnsýsluna og nýju bankana." Jónas segir mikilvægt að tekið verði á hlutum á á borð við hluthafa- og eignarhaldsstefnu ríkisins, hvort sameina eigi einhverja ríkisbankanna og hvernig taka eigi á skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá eigi eftir að beita reglum, sem settar voru seint, um fyrirgreiðslu til sparisjóða og leysa úr málum tengdum „repolánum" Seðlabankans til minni fjármálafyrirtækja. „Þessi mál hafa í raun verið í biðstöðu í þrjá mánuði, en margt af því sem fram kom í stefnupappírnum hjá samræmingarhópnum [um endurreisn fjármálakerfisins] var á borðinu strax í nóvember," segir hann. Hættan sé að krísan verði lengri eftir því sem dregst að taka ákvarðanir í þessum efnum. Til dæmis gæti hjálpað hlutabréfamarkaði, ef fyrir lægi hvort ríkið hygðist losa um eignarhluti og skrá einhver fyrirtækjanna sem fara í þess eigu. „Og þá er auðvitað mjög mikilvægt að taka skýra afstöðu um dreift eignarhald og búa ekki til fordæmi eins og gert var með sölu á stórum kjölfestueignarhlut í Búnaðarbanka og Landsbanka á sínum tíma." Eins segir Jónas mikilvægt að stofna úrvinnslufélag um erfiðustu eignir bankanna. „En ég tel það samt þurfa að vera þannig að bankarnir setji sjálfir mál í úrvinnslu í slíkt félag. Reynslan annars staðar sýnir að með því að losa sig við stór og erfið úrvinnslumál geta bankarnir einbeitt sér að eiginlegri bankastarfsemi og að hjálpa viðskiptavinum sem eigi framtíðina fyrir sér, jafnvel þótt þeir eigi í tímabundnum erfiðleikum." Að mati Jónasar hefur umræðan hins vegar verið mjög einhliða og ósanngjörn og beinst að því að segja kreppuna séríslenskt fyrirbæri og með séríslenskum blórabögglum. „Það er nóg að horfa til Bretlands til að sjá að þar eru veruleg vandræði í fjármálageiranum og stjórnvöld hafa gripið inn í með beinum hætti. Þetta vill oft gleymast enda eru margir sem vilja slá sig til riddara með því að koma fram í umræðuna með sem stærstum yfirlýsingum." Stjórnvöld studdu útrásinaSömuleiðis segir Jónas horft fram hjá því hversu alþjóðlegir bankarnir voru og hér sé um alvarlegustu og dýpstu krísu að ræða frá 1930. „Í Bandaríkjunum hafa síðan í ársbyrjun 2008, hátt í 50 bankar fallið og þar á meðal eru heimsþekkt nöfn," segir hann. Þá eigi breska ríkið nú hlut í stærstu bönkum þar og víða í Evrópu hafi ríki gripið til aðgerða til stuðnings fjármálafyrirtækjum. „Þá hafa tvö ESB-ríki, Lettland og Ungverjaland leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir hann og bendir á að talað sé um fyrstu dagana í október síðastliðnum sem dagana þar sem fjármálakerfi heimsins nánast hrundi. „Munurinn á Íslandi og öðrum ríkjum er einfaldlega sá að við erum með gjaldmiðil sem ekki er alþjóðlega viðurkennd mynt og hvorki ríki né Seðlabanki höfðu styrk til að styðja við bakið á bönkunum í þessum einstæðu erfiðleikum í heiminum." Þegar leitað er svara við spurningunni um af hverju fjármálakerfið hér hafi fengið að vaxa svo segir Jónas að hafa verði í huga að það sé kerfisleg spurning sem sé ekki málefni FME. „Hér var hlutfallslega mesti vöxturinn á árunum 2004 og 2005, sérstaklega með uppkaupum erlendis," segir hann og bendir á að ekkert banni fyrirtækjum að vaxa, meðan þau haldi sig innan ramma laganna. „Þá var pólitísk stefna hér að styðja við bakið á vexti og viðgangi fjármálageirans. Þegar kerfið var rúmlega sjöföld landsframleiðsla haustið 2006 var sett fram stefna um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vorið 2007 er áréttað að hér stefni menn að því að tryggja að fjármálastarfsemi hér geti áfram vaxið." Um leið bendir Jónas á að eftir að lausafjárkrísan var skollin á haustið 2007, hafi fjármálafyrirtækin ekki vaxið með uppkaupum á fyrirtækjum erlendis, meðal annars hafi verið hætt við kaupin á hollenska bankanum NIBC sem hefði annars stækkað kerfið um fjórðung. Fyrri helming ársins 2008 hafi efnahagsreikningur bankanna dregist saman um sjö prósent í evrum talið. Í stjórnkerfinu sátu menn ekki auðum höndum „Samstarfshópur FME, Seðlabankans og ráðuneytanna hittist reglulega til að fara yfir stöðuna og möguleg úrlausnarefni, kæmi til áfalls. Þá voru settar upp mögulegar sviðsmyndir. Árið 2007 fór fram norræn viðbúnaðaræfing og hjá FME var starfandi viðbúnaðarhópur allt árið 2008 þar sem aukin var verulega öll upplýsingaöflun um áhættuþætti hjá bönkunum. Bankarnir voru hvattir til að minnka efnahagsreikning sinn og hagræða í rekstri, gæta að útlánagæðum, fjármögnun og lausafjárstöðu," segir Jónas og áréttar að hefðbundnir mælikvarðar í hálfsársuppgjörum bankanna hafi ekki bent til vandræða síðasta haust, né aðrar upplýsingar sem frá þeim komu. Hvorki endurskoðendur bankanna né lánshæfismatsfyrirtæki hafi gert athugasemdir við stöðuna. Þá hafi stjórnvöld hér, ekki fremur en önnur, séð fyrir fallið í haust. „Menn hafa spurt af hverju bankarnir hafi staðist álagspróf FME í byrjun ágúst en fallið tveim mánuðum síðar. Skýringin er sú að álagsprófið snýr að styrk eiginfjár, sem FME hefur eftirlit með. Það var hins vegar ekki eiginfjárvandi sem felldi bankanna heldur lausafjárvandi, fyrst og fremst í erlendri mynt. Eignir bankanna virðast hins vegar vera rýrari en uppgjörin bentu til og skoða þarf hvort ástæðurnar séu að þær hafi rýrnað vegna þróunar efnahagsmála, vegna þess að bankana skorti afl eftir greiðsluþrot til að styðja við þær eða hvort óvarlega hafi verið farið í útlánum og jafnvel á svig við lög." Jónas segir vert að rifja upp að vinnuhópur um möguleg viðbrögð við fjármálaáfalli hafi skilað skýrslu 2006 þar sem lagt var til að auknar heimildir yrðu veittar til að grípa inn í rekstur fyrirtækja, án þess að þær tillögur hafi verið gerðar að lögum. „Svipuð sjónarmið setti ég svo fram í samstarfshópnum eftir norrænu viðlagaæfinguna 2007 auk þess að hvetja til þess að stjórnvöld hefðu fyrirliggjandi afstöðu um hámark fjárhagslegs stuðnings við fjármálakerfið, ef einhvern tímann reyndi á það." Eftir á að hyggja segir Jónas líka hægt að velta fyrir sér hvort hér hefði þurft að stækka gjaldeyrisforðann, eða skoða atriði á borð við inngöngu í ESB og upptöku evru, eða hafa umhverfið á einhvern hátt ólystugra fyrir fjármálafyrirtækin. „Slík úrræði hefðu þá kallað á lagasetningu eða beitingu á einhverjum úrræðum sem FME hafði ekki. Síðan er einnig hægt að segja að bankarnir hafi brugðist of seint við með að draga saman seglin miðað við þróun mála frá haustinu 2007, en eigendur og stjórnendur bankanna bera ábyrgð á rekstri þeirra og taka þær viðskiptaákvarðanirnar sem mestu ráða um þróun starfseminnar." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Dráttur á nauðsynlegum ákvörðunum við enduruppbyggingu fjármála og viðskiptalífs kann að verða dýr að mati Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME). Brotthvarf hans úr starfi er hluti af endurnýjun á æðstu stöðum sem kallað hefur verið eftir í kjölfar bankahrunsins hér. Jónas kveðst sýna þeirri kröfu skilning þótt vissulega sé sárt að þurfa að hverfa frá verki í miðjum klíðum. Hann segir gagnrýni sem sett hefur verið fram á störf FME um margt ósanngjarna. „Árin 2003 til 2005 þrefaldast stærðin á íslenska fjármálamarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur eftirlitsins um 15 prósent og meðalstöðugildum fjölgar um þrjú," bendir Jónas á. „Þegar ég kom til starfa seinni hluta árs 2005 sá ég að starfsmenn voru allt of fáir og fjárráð stofnunarinnar of lítil. Þá þurfti að taka á upplýsingatæknimálum, starfsmannavelta var mikil og kannski ákveðin minnimáttarkennd í gangi gagnvart bönkunum. Valdheimildir voru þröngar og mjög afmarkað hvenær beita mátti stjórnvaldssektum." Jónas beitti sér fyrir auknum valdheimildum og að stofnunin hefði möguleika á að halda í lykilstarfsmenn, auk þess sem fjölgað var í starfsliði og strangt ráðningarferli tekið upp. Þá voru öll skýrsluskil rafvædd og unnið að þróun úrvinnslukerfis, auk þess sem unnið var að ISO vottun fyrir öryggi upplýsingakerfa. „Þessi uppbygging var farin að skila sér í sterkari stofnun og ýmsir sem gáfu henni góða einkunn, meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem kom hér í eftirlit um mitt ár 2008. Í úttekt sjóðsins sagði að FME hefði bætt gæði og eflt starfsemi sína, aðlagað starfsemi sína að þeim breytingum sem orðið hafi á bankakerfinu og uppfylli reglur Basel um skilvirkt fjármálaeftirlit. Þeir töldu að í ljósi stærðar fjármálakerfisins þyrfti ef til vill meira að koma til, en að í heildina hefði vel tekist til," segir Jónas. Þá telur Jónas að neyðarlögin og vinnan í kringum þau síðasta haust hafi í raun sýnt gæði starfsfólks FME og styrk stofnunarinnar. „Alþingi sýndi FME mikið traust með því að fela því mjög vandasamt verkefni með neyðarlögunum. Eftirlitið breyttist í krísumiðstöð þar sem menn unnu myrkranna á milli af ótrúlegri fórnfýsi við að koma í veg fyrir að bankaþjónusta á Íslandi stöðvaðist, skipa menn til að verja eignir bankanna og hefta það að eldarnir breiddust út og fleiri fjármálaþjónustufyrirtæki féllu. Auk starfsmanna FME unnu starfsmenn Seðlabankans, stjórnsýslunnar og bankanna mikið afrek." Til viðbótar áréttar Jónas, þvert ofan í það sem haldið hefur verið fram í opinberri umræðu, að strax hafi verið byrjað á rannsóknum á því hvort mögulega hefði átt sér stað refsivert athæfi. „Starfsmenn FME fóru meðal annars í að skoða verðbréfaviðskipti og ýmis atriði varðandi starfsemi verðbréfasjóða. Fengið var teymi af endurskoðendum til að fara ofan í saumana á málum hjá bönkunum. Sú vinna var mjög vönduð og hefur áfram verið unnið úr henni. Niðurstaða í fyrstu málunum ætti að liggja fyrir á næstunni, en breytingarnar sem urðu hjá FME hafa óneitanlega tafið þetta." Þá segir Jónas rangt sem sumir hafi haldið fram að FME hafi lítið beitt sér í eftirliti sínu. Frá miðju ári 2007, þegar FME fékk auknar sektarheimildir, og út árið 2008 hafi um 30 aðilar verið beittir stjórnvaldssektum, auk annarra aðgerða eftirlitsins. „FME hefur liðið fyrir það í umræðunni að ársskýrsla frestaðist vegna hrunsins auk takmarkaðra gagnsæisheimilda, sem gert hefur erfiðara að fjalla um starfsemina. Ég hef hvatt til aukinna gagnsæisheimilda og fagna nýframlögðu frumvarpi í þá veru." Hann áréttar að hlutverk og heimildir FME séu afmarkaðar í lögum og ekki hægt að beita íþyngjandi valdboði nema aðilar hafi farið á svig við lög. „Ég tel að FME hafi rækt lögbundið hlutverk sitt vel." Málin sem taka þarf áJónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitið FME uppgjör viðtal mars 2009Sömuleiðis kveðst Jónas telja að miðað við aðstæður hafi rétt leið verið valin í kjölfar neyðarlaganna. „Ef rétt er unnið úr eignasöfnunum og lagaumgjörðin um slit fjármálafyrirtækja bætt, mætti jafnvel ná betri heimtum en menn sjá fram á að gera í dag. En auðvitað miðast það líka við tímann sem menn hafa til verksins og efnahagsástandið. Verkefninu er langt í frá lokið." Um leið segir Jónas að skort hafi framtíðarstefnu og nauðsynlegar ákvarðanir. Þegar fyrsta áfanga björgunarstarfsins var að ljúka í nóvember, hafi dregið úr þeirri samstöðu og eindrægni sem einkennt hafði starfið fram að því. „Stjórnmálamenn fóru að leita að sökudólgum til að beina athygli og óánægju frá sjálfum sér og skora jafnframt pólitísk stig. Umræðan varð mjög neikvæð, sem svo aftur hafði lamandi áhrif út í stjórnsýsluna og nýju bankana." Jónas segir mikilvægt að tekið verði á hlutum á á borð við hluthafa- og eignarhaldsstefnu ríkisins, hvort sameina eigi einhverja ríkisbankanna og hvernig taka eigi á skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá eigi eftir að beita reglum, sem settar voru seint, um fyrirgreiðslu til sparisjóða og leysa úr málum tengdum „repolánum" Seðlabankans til minni fjármálafyrirtækja. „Þessi mál hafa í raun verið í biðstöðu í þrjá mánuði, en margt af því sem fram kom í stefnupappírnum hjá samræmingarhópnum [um endurreisn fjármálakerfisins] var á borðinu strax í nóvember," segir hann. Hættan sé að krísan verði lengri eftir því sem dregst að taka ákvarðanir í þessum efnum. Til dæmis gæti hjálpað hlutabréfamarkaði, ef fyrir lægi hvort ríkið hygðist losa um eignarhluti og skrá einhver fyrirtækjanna sem fara í þess eigu. „Og þá er auðvitað mjög mikilvægt að taka skýra afstöðu um dreift eignarhald og búa ekki til fordæmi eins og gert var með sölu á stórum kjölfestueignarhlut í Búnaðarbanka og Landsbanka á sínum tíma." Eins segir Jónas mikilvægt að stofna úrvinnslufélag um erfiðustu eignir bankanna. „En ég tel það samt þurfa að vera þannig að bankarnir setji sjálfir mál í úrvinnslu í slíkt félag. Reynslan annars staðar sýnir að með því að losa sig við stór og erfið úrvinnslumál geta bankarnir einbeitt sér að eiginlegri bankastarfsemi og að hjálpa viðskiptavinum sem eigi framtíðina fyrir sér, jafnvel þótt þeir eigi í tímabundnum erfiðleikum." Að mati Jónasar hefur umræðan hins vegar verið mjög einhliða og ósanngjörn og beinst að því að segja kreppuna séríslenskt fyrirbæri og með séríslenskum blórabögglum. „Það er nóg að horfa til Bretlands til að sjá að þar eru veruleg vandræði í fjármálageiranum og stjórnvöld hafa gripið inn í með beinum hætti. Þetta vill oft gleymast enda eru margir sem vilja slá sig til riddara með því að koma fram í umræðuna með sem stærstum yfirlýsingum." Stjórnvöld studdu útrásinaSömuleiðis segir Jónas horft fram hjá því hversu alþjóðlegir bankarnir voru og hér sé um alvarlegustu og dýpstu krísu að ræða frá 1930. „Í Bandaríkjunum hafa síðan í ársbyrjun 2008, hátt í 50 bankar fallið og þar á meðal eru heimsþekkt nöfn," segir hann. Þá eigi breska ríkið nú hlut í stærstu bönkum þar og víða í Evrópu hafi ríki gripið til aðgerða til stuðnings fjármálafyrirtækjum. „Þá hafa tvö ESB-ríki, Lettland og Ungverjaland leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir hann og bendir á að talað sé um fyrstu dagana í október síðastliðnum sem dagana þar sem fjármálakerfi heimsins nánast hrundi. „Munurinn á Íslandi og öðrum ríkjum er einfaldlega sá að við erum með gjaldmiðil sem ekki er alþjóðlega viðurkennd mynt og hvorki ríki né Seðlabanki höfðu styrk til að styðja við bakið á bönkunum í þessum einstæðu erfiðleikum í heiminum." Þegar leitað er svara við spurningunni um af hverju fjármálakerfið hér hafi fengið að vaxa svo segir Jónas að hafa verði í huga að það sé kerfisleg spurning sem sé ekki málefni FME. „Hér var hlutfallslega mesti vöxturinn á árunum 2004 og 2005, sérstaklega með uppkaupum erlendis," segir hann og bendir á að ekkert banni fyrirtækjum að vaxa, meðan þau haldi sig innan ramma laganna. „Þá var pólitísk stefna hér að styðja við bakið á vexti og viðgangi fjármálageirans. Þegar kerfið var rúmlega sjöföld landsframleiðsla haustið 2006 var sett fram stefna um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vorið 2007 er áréttað að hér stefni menn að því að tryggja að fjármálastarfsemi hér geti áfram vaxið." Um leið bendir Jónas á að eftir að lausafjárkrísan var skollin á haustið 2007, hafi fjármálafyrirtækin ekki vaxið með uppkaupum á fyrirtækjum erlendis, meðal annars hafi verið hætt við kaupin á hollenska bankanum NIBC sem hefði annars stækkað kerfið um fjórðung. Fyrri helming ársins 2008 hafi efnahagsreikningur bankanna dregist saman um sjö prósent í evrum talið. Í stjórnkerfinu sátu menn ekki auðum höndum „Samstarfshópur FME, Seðlabankans og ráðuneytanna hittist reglulega til að fara yfir stöðuna og möguleg úrlausnarefni, kæmi til áfalls. Þá voru settar upp mögulegar sviðsmyndir. Árið 2007 fór fram norræn viðbúnaðaræfing og hjá FME var starfandi viðbúnaðarhópur allt árið 2008 þar sem aukin var verulega öll upplýsingaöflun um áhættuþætti hjá bönkunum. Bankarnir voru hvattir til að minnka efnahagsreikning sinn og hagræða í rekstri, gæta að útlánagæðum, fjármögnun og lausafjárstöðu," segir Jónas og áréttar að hefðbundnir mælikvarðar í hálfsársuppgjörum bankanna hafi ekki bent til vandræða síðasta haust, né aðrar upplýsingar sem frá þeim komu. Hvorki endurskoðendur bankanna né lánshæfismatsfyrirtæki hafi gert athugasemdir við stöðuna. Þá hafi stjórnvöld hér, ekki fremur en önnur, séð fyrir fallið í haust. „Menn hafa spurt af hverju bankarnir hafi staðist álagspróf FME í byrjun ágúst en fallið tveim mánuðum síðar. Skýringin er sú að álagsprófið snýr að styrk eiginfjár, sem FME hefur eftirlit með. Það var hins vegar ekki eiginfjárvandi sem felldi bankanna heldur lausafjárvandi, fyrst og fremst í erlendri mynt. Eignir bankanna virðast hins vegar vera rýrari en uppgjörin bentu til og skoða þarf hvort ástæðurnar séu að þær hafi rýrnað vegna þróunar efnahagsmála, vegna þess að bankana skorti afl eftir greiðsluþrot til að styðja við þær eða hvort óvarlega hafi verið farið í útlánum og jafnvel á svig við lög." Jónas segir vert að rifja upp að vinnuhópur um möguleg viðbrögð við fjármálaáfalli hafi skilað skýrslu 2006 þar sem lagt var til að auknar heimildir yrðu veittar til að grípa inn í rekstur fyrirtækja, án þess að þær tillögur hafi verið gerðar að lögum. „Svipuð sjónarmið setti ég svo fram í samstarfshópnum eftir norrænu viðlagaæfinguna 2007 auk þess að hvetja til þess að stjórnvöld hefðu fyrirliggjandi afstöðu um hámark fjárhagslegs stuðnings við fjármálakerfið, ef einhvern tímann reyndi á það." Eftir á að hyggja segir Jónas líka hægt að velta fyrir sér hvort hér hefði þurft að stækka gjaldeyrisforðann, eða skoða atriði á borð við inngöngu í ESB og upptöku evru, eða hafa umhverfið á einhvern hátt ólystugra fyrir fjármálafyrirtækin. „Slík úrræði hefðu þá kallað á lagasetningu eða beitingu á einhverjum úrræðum sem FME hafði ekki. Síðan er einnig hægt að segja að bankarnir hafi brugðist of seint við með að draga saman seglin miðað við þróun mála frá haustinu 2007, en eigendur og stjórnendur bankanna bera ábyrgð á rekstri þeirra og taka þær viðskiptaákvarðanirnar sem mestu ráða um þróun starfseminnar."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira