Aron: Vildum ekki vera með hroka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. mars 2009 17:47 Efnilegasti handboltamaður landsins er að blómstra með landsliðinu. Mynd/Stefán „Við ákváðum að mæta vel stemmdir enda með frábæran stuðning í húsinu. Við vorum búnir að kortleggja þá frá a til ö og það kom okkur ekkert á óvart. Gummi bauð upp á tvo til þrjá myndbandsfundi fyrir leik eins og honum einum er lagið og það skilaði sínu," sagði ungstirnið Aron Pálmarsson eftir leik í dag. Strákurinn er gjörsamlega búinn að fara á kostum í síðustu tveim leikjum með landsliðinu og skoraði sex glæsileg mörk í dag. „Þetta lið náði stigi á móti Makedóníu og því vissum við að það væri eitthvað spunnið í þá. Við vildum því ekki vera að mæta með einhvern hroka heldur algjörlega tilbúnir frá upphafi. Það var gaman að klára þetta svona," sagði Aron. Það höfðu margir áhyggjur af leikjunum gegn Makedónum og Eistum enda vantar ansi marga sterka lykilmenn í landsliðið. Ungu strákarnir sýndu þó mátt sinn í leikjunum og Ísland uppskar fjögur stig. „Þetta er klassahópur og það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessari framtíð," sagði Aron og hló létt. „Það er frábært að koma inn í þennan hóp enda er vel tekið á móti manni." Þó svo Aron hafi skorað sex mörk og þá hefur hann oft skotið meira en í dag. „Ég var tekinn af velli í fyrri hálfleik af því ég skaut ekki nóg. Mig langaði samt að skjóta meira. Ég setti svo nokkrar slummur í seinni hálfleik sem var ljúft," sagði brosmildur Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
„Við ákváðum að mæta vel stemmdir enda með frábæran stuðning í húsinu. Við vorum búnir að kortleggja þá frá a til ö og það kom okkur ekkert á óvart. Gummi bauð upp á tvo til þrjá myndbandsfundi fyrir leik eins og honum einum er lagið og það skilaði sínu," sagði ungstirnið Aron Pálmarsson eftir leik í dag. Strákurinn er gjörsamlega búinn að fara á kostum í síðustu tveim leikjum með landsliðinu og skoraði sex glæsileg mörk í dag. „Þetta lið náði stigi á móti Makedóníu og því vissum við að það væri eitthvað spunnið í þá. Við vildum því ekki vera að mæta með einhvern hroka heldur algjörlega tilbúnir frá upphafi. Það var gaman að klára þetta svona," sagði Aron. Það höfðu margir áhyggjur af leikjunum gegn Makedónum og Eistum enda vantar ansi marga sterka lykilmenn í landsliðið. Ungu strákarnir sýndu þó mátt sinn í leikjunum og Ísland uppskar fjögur stig. „Þetta er klassahópur og það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessari framtíð," sagði Aron og hló létt. „Það er frábært að koma inn í þennan hóp enda er vel tekið á móti manni." Þó svo Aron hafi skorað sex mörk og þá hefur hann oft skotið meira en í dag. „Ég var tekinn af velli í fyrri hálfleik af því ég skaut ekki nóg. Mig langaði samt að skjóta meira. Ég setti svo nokkrar slummur í seinni hálfleik sem var ljúft," sagði brosmildur Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira