Bretland gæti þurft á aðstoð AGS að halda 28. mars 2009 12:30 George Soros Bretar gætu þurft á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda vegna efnahagsvandans. Þetta segir fjárfestirinn George Soros í dag en hann græddi einn milljarð bandaríkjadollara á svarta miðvikudeginum árið 1992. Hann segir Bretland standa brothætt gagnvart efnahagsvandanum sem nú ríður yfir heiminn. Það er The Times sem greinir frá í dag. Soros segir þetta degi eftir að ríkishlutabréf féllu í fyrsta skiptið í fjórtán ár, það hringir viðvörunarbjöllum um getu Bretlands til að standa undir auknum skuldum sínum. Hann sagði að Gordon Brown gæti þurft að biðja um milljarða punda aðstoð úr alþjóðlegum sjóðum vegna þessa. „Vandamálið er að bankakerfið er stærra en efnahagur landsins....ef Bretland ætlar að standa eitt mun það auka á vandann, sagði hann. Hann sagði að ef bankakerfið héldi áfram að hrynja væri möguleikinn á hjálp frá AGS mögulegur en á þessari stundu væri hann ekki líklegur. Bretland hefur ekki sótt um aðstoð frá AGS síðan 1976 þegar verðbólgan þar í landi náði 27 prósentum. Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bretar gætu þurft á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda vegna efnahagsvandans. Þetta segir fjárfestirinn George Soros í dag en hann græddi einn milljarð bandaríkjadollara á svarta miðvikudeginum árið 1992. Hann segir Bretland standa brothætt gagnvart efnahagsvandanum sem nú ríður yfir heiminn. Það er The Times sem greinir frá í dag. Soros segir þetta degi eftir að ríkishlutabréf féllu í fyrsta skiptið í fjórtán ár, það hringir viðvörunarbjöllum um getu Bretlands til að standa undir auknum skuldum sínum. Hann sagði að Gordon Brown gæti þurft að biðja um milljarða punda aðstoð úr alþjóðlegum sjóðum vegna þessa. „Vandamálið er að bankakerfið er stærra en efnahagur landsins....ef Bretland ætlar að standa eitt mun það auka á vandann, sagði hann. Hann sagði að ef bankakerfið héldi áfram að hrynja væri möguleikinn á hjálp frá AGS mögulegur en á þessari stundu væri hann ekki líklegur. Bretland hefur ekki sótt um aðstoð frá AGS síðan 1976 þegar verðbólgan þar í landi náði 27 prósentum.
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira