KR hefur komist í oddaleik í síðustu fjögur skipti í svona stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2009 23:00 Pálmi Freyr Sigurgeirsson á ferðinni á móti Grindavík. Mynd/Valli KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64. Dominos-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64.
Dominos-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira