Rússneskir bankar öskra á hjálp 27. mars 2009 12:50 Hundruð rússneskra banka stefna í að verða gjaldþrota fyrir næstu áramót. Þeir öskra nú á hjálp frá stjórnvöldum. Í umfjöllun um málið í Financial Times segir Pyotr Aven forstjóri eins stærsta banka Rússlands, Alfa Bank, að reikna megi með að fimmtungur af öllum lánum rússneskra banka þurfi að afskrifa "Við reiknum með að 20 til 30 af stærstu bönkum landsins muni fá aðstoð frá stjórnvöldum. En framtíðin fyrir hundruð annarra minni banka er óljós," segir Aven. "Ég tel að hundruð þeirra muni hverfa fyrir áramótin." Í núverandi fjárlögum Rússlands er gert ráð að verja tæplega 2.000 milljörðum kr. í opinber lán til stærstu banka landsins. Alexei Kudrin fjármálaráðherra Rússlands sagði í dag að ónýt lán rússnesku bankanna næmu nú um 10% af lánasöfnum þeirra. Hann bætti því svo við að svo virðist sem fjöldi banka reyni að leyna því hve slæm staða þeirra er í rauninni. Rússneska bankakerfið hefur orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni ásamt verulegum lækkunum á hrávöru eins og olíu og málmum. Talið er að þessi kreppa í Rússlandi nú gæti orðið verri en sú sem landið lent í árið 1998. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hundruð rússneskra banka stefna í að verða gjaldþrota fyrir næstu áramót. Þeir öskra nú á hjálp frá stjórnvöldum. Í umfjöllun um málið í Financial Times segir Pyotr Aven forstjóri eins stærsta banka Rússlands, Alfa Bank, að reikna megi með að fimmtungur af öllum lánum rússneskra banka þurfi að afskrifa "Við reiknum með að 20 til 30 af stærstu bönkum landsins muni fá aðstoð frá stjórnvöldum. En framtíðin fyrir hundruð annarra minni banka er óljós," segir Aven. "Ég tel að hundruð þeirra muni hverfa fyrir áramótin." Í núverandi fjárlögum Rússlands er gert ráð að verja tæplega 2.000 milljörðum kr. í opinber lán til stærstu banka landsins. Alexei Kudrin fjármálaráðherra Rússlands sagði í dag að ónýt lán rússnesku bankanna næmu nú um 10% af lánasöfnum þeirra. Hann bætti því svo við að svo virðist sem fjöldi banka reyni að leyna því hve slæm staða þeirra er í rauninni. Rússneska bankakerfið hefur orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni ásamt verulegum lækkunum á hrávöru eins og olíu og málmum. Talið er að þessi kreppa í Rússlandi nú gæti orðið verri en sú sem landið lent í árið 1998.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira