Hvatt til meðalmennsku við Háskóla Íslands 28. desember 2009 06:00 Jón Steinsson skrifar um Háskóla Íslands Fyrir hartnær fimm árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Strax frá upphafi setti hún markið hátt með því að stefna að því að gera Háskólann að einum af 100 bestu háskólum í heimi. Stefna Háskóla Íslands 2006-2011 bar þessa metnaðar skýrt merki. Fyrsta aðalmarkmið þeirrar stefnu var framúrskarandi rannsóknir. Skólinn ætlaði sér að „efla hágæðarannsóknir sem standast alþjóðleg viðmið". Nánar til tekið stefndi skólinn að því að fjölga birtingum í virtum alþjóðlegum ritrýndum ISI-tímaritum um 100% fyrir árslok 2011. Hegðun fræðimanna eins og annarra ræðst að stórum hluta af þeim hvötum sem þeir standa frammi fyrir. Ef Háskóli Íslands ætlar að skipa sér á bekk með bestu háskólum heims er því bráðnauðsynlegt að hann veiti starfsfólki sínu sterka hvata til þess að eyða tíma sínum í hágæðarannsóknir. Helsta tæki skólans í þá veru er matskerfi rannsókna við skólann. Matskerfi rannsókna við Háskóla ÍslandsÞví miður hefur matskerfi rannsókna við Háskóla Íslands alls ekki veitt fræðimönnum við skólann hvata til þess að vinna að hágæðarannsóknum. Þvert á móti má segja að matskerfið hvetji þá eindregið til þess að framleiða mikið magn af lágæðarannsóknum. Stærsti galli kerfisins er að munurinn á vægi rannsókna eftir gæðum er allt of lítill. Á sviði heilbrigðisvísinda fást til dæmis fleiri stig fyrir tvær greinar í Læknablaðið (30 stig) en eina grein í Nature (20 stig). Í hagfræði fást fleiri stig fyrir tvo bókakafla í „innlendri ritrýndri útgáfu með alþjóðlega skírskotun" en fyrir eina grein í American Economic Review. Annar stór galli er að alls kyns smælki svo sem fyrirlestrar og veggspjöld á ráðstefnum, bókadómar og skýrslur geta veitt verulegan fjölda stiga. Innan læknisfræði og hagfræði er margfalt erfiðara að skrifa fræðigreinar á nægilega háu gæðastigi til þess að þær fáist birtar í Nature eða American Economic Review en að skrifa greinar sem fást birtar í miðlungs alþjóðlega ritrýndum tímaritum hvað þá innlendum tímaritum og bókaköflum. Hvatakerfi sem tekur ekki tillit til þessa veitir ekki rétta hvata. Ef munurinn á stigafjölda eftir gæðum er minni en munurinn á þeirri vinnu sem leggja þarf á sig til þess að hækka gæðastig rannsóknanna hvetur hvatakerfi ekki til framleiðslu á hágæðarannsókna heldur mikils magns lágæðarannsókna. Tökum hagfræði sem dæmi (þar sem ég þekki best til á því sviði). Til þess að skapa rétta hvata þyrfti stigafjöldi fyrir greinar í „topp 5" tímarit (t.d. American Economic Review) að vera a.m.k. tvisvar sinnum meiri en stigafjöldi fyrir grein í fremstu tímarit hverrar undirgreinar (t.d. Journal of Monetary Economics) sem aftur þyftu að hafa a.m.k. tvisvar sinnum meira vægi en önnur góð alþjóðleg tímarit í faginu sem aftur þyrftu að hafa a.m.k. tvisvar sinnum meira vægi en önnur tímarit og bókakaflar. Þá væri vægismunur á bókakafla í „innlendri ritrýndri útgáfu með alþjóðlega skýrskotun" og American Economic Review a.m.k. áttfaldur. Svona er þetta til dæmis á hagfræðideild Viðskiptaháskólans í Gautaborg. Á bestu skólum heims er vægismunurinn enn meiri. Ólíkar greinar í sama kerfiAnnar verulegur ókostur við matskerfi rannsókna í Háskóla Íslands er að sama kerfið er notað til þess að meta rannsóknir á ólíkum sviðum fræða. En mjög mismunandi hefðir hafa skapast um það hvernig rannsóknum er komið á framfæri á mismunandi sviðum. Í sumum fögum eru það til dæmis greinar í vísindatímarit sem fá mest vægi innan fræðasamfélagsins (t.d. í læknisfræði og hagfræði) á meðan bækur fá mest vægi í öðrum fögum (t.d. stjórnmálafræði). Á sumum sviðum er fjöldi höfunda á hverri grein mun meiri en í öðrum greinum. Í sumum fögum gefur röð höfunda til kynna upplýsingar um framlag þeirra á meðan í öðrum er stafrófsröð alltaf notuð. Í sumum fögum eru greinar stuttar og fremstu vísindamenn heims birta margar greinar á hverju ári á meðan í öðrum fögum er hver grein mun lengri og viðameiri. Og sumar greinar (eins og lögfræði og íslenska) hafa mikla sérstöðu þar sem rannsóknir eru að mestu bundnar við innanlandsmarkað. Þegar sama kerfi er notað fyrir öll svið geta fræðimenn nýtt sér veikleika kerfisins með því að einbeita sér að útgáfu sem er tiltölulega auðveld í þeirra fagi. Bókakaflar eru til dæmis ekki mikils metnir í hagfræði og því er auðvelt að fá bókakafla birta. Þar sem bókakaflar veita talsverðann fjölda stiga hafa hagfræðingar innan Háskólans hvata til þess að birta í bókaköflum í stað þess að birta í vísindatímaritum. Þetta grefur undan hvata fræðimannanna til þess að stunda hágæðarannsóknir. Til þess að matskerfið veiti fræðimönnum rétta hvata er nauðsynlegt að það taki mið af hefðum í hverju fagi. Til hvers er matskerfið notað?Ein ástæða þess að sama matskerfið er notað fyrir allan skólann er að matkerfið hefur a.m.k. tvö ólík hlutverk. Það er annars vegar notað við ákvarðanir um framgang og launakjör hvers fræðimans innan sinnar deildar. Og það er einnig notað til þess að ákvarða skiptingu fjár milli deilda og sviða innan skólans. Þetta er afleitt. Miklu nær væri að matskerfi rannsókna væri einungis notað við ákvarðanir um framgang og launakjör hvers fræðimans innan sinnar deildar. Þá væri unnt að útbúa gott hvatakerfi innan hverrar deildar sem veitti fræðimönnum í þeirri deild sterka hvata til þess að eyða tíma sínum í hágæðarannsóknir. Ákvarðanir um skiptingu fjár milli deilda og sviða eiga að byggjast á öðru. Fjögur ár liðinÍ Stefnu Háskóla Íslands 2006-2011 var kveðið á um endurskoðun á matskerfi rannsókna við skólann. Nú eru liðin fjögur ár og nánast ekkert hefur verið gert í því efni. Vísindanefnd skólans skilaði tillögum um nýtt matskerfi fyrr á þessu ári. Í tillögunum fólst lítið en markvert skref í rétta átt. Þær hefðu heldur dregið úr hvata starfsfólks Háskólans til þess að stunda lágæðarannsóknir en hefðu samt ekki snúið dæminu almennilega við. Jafnvel þessar hógværu breytingar voru hins vegar of mikið fyrir Háskólaráð sem virti þær að miklu leyti að vettugi og gerði enn veigaminni breytingar. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá kjöri núverandi rektors hefur mikið og gott starf verið unnið við Háskólann á ýmsum sviðum. Árangur af þessu starfi er talsverður. Til dæmis hefur birtingum vísindamanna Háskólans í ISI-tímarit fjölgað um ríflega 40% og fjárhæð rannsóknarstyrkja úr samkeppnissjóðum hefur aukist um rúm 45%. En þessi árangur er ekki vegna þess að fræðimenn háskólans hafi sterka hvata heldur þrátt fyrir að þeir hafi veika hvata. Til þess að unnt verði að hífa Háskóla Íslands upp á þann stall sem hann vill vera á er nauðsynlegt að rektor og Háskólaráð sýni kjark og geri róttækar breytingar á matskerfi rannsókna við skólann. Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Jón Steinsson skrifar um Háskóla Íslands Fyrir hartnær fimm árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Strax frá upphafi setti hún markið hátt með því að stefna að því að gera Háskólann að einum af 100 bestu háskólum í heimi. Stefna Háskóla Íslands 2006-2011 bar þessa metnaðar skýrt merki. Fyrsta aðalmarkmið þeirrar stefnu var framúrskarandi rannsóknir. Skólinn ætlaði sér að „efla hágæðarannsóknir sem standast alþjóðleg viðmið". Nánar til tekið stefndi skólinn að því að fjölga birtingum í virtum alþjóðlegum ritrýndum ISI-tímaritum um 100% fyrir árslok 2011. Hegðun fræðimanna eins og annarra ræðst að stórum hluta af þeim hvötum sem þeir standa frammi fyrir. Ef Háskóli Íslands ætlar að skipa sér á bekk með bestu háskólum heims er því bráðnauðsynlegt að hann veiti starfsfólki sínu sterka hvata til þess að eyða tíma sínum í hágæðarannsóknir. Helsta tæki skólans í þá veru er matskerfi rannsókna við skólann. Matskerfi rannsókna við Háskóla ÍslandsÞví miður hefur matskerfi rannsókna við Háskóla Íslands alls ekki veitt fræðimönnum við skólann hvata til þess að vinna að hágæðarannsóknum. Þvert á móti má segja að matskerfið hvetji þá eindregið til þess að framleiða mikið magn af lágæðarannsóknum. Stærsti galli kerfisins er að munurinn á vægi rannsókna eftir gæðum er allt of lítill. Á sviði heilbrigðisvísinda fást til dæmis fleiri stig fyrir tvær greinar í Læknablaðið (30 stig) en eina grein í Nature (20 stig). Í hagfræði fást fleiri stig fyrir tvo bókakafla í „innlendri ritrýndri útgáfu með alþjóðlega skírskotun" en fyrir eina grein í American Economic Review. Annar stór galli er að alls kyns smælki svo sem fyrirlestrar og veggspjöld á ráðstefnum, bókadómar og skýrslur geta veitt verulegan fjölda stiga. Innan læknisfræði og hagfræði er margfalt erfiðara að skrifa fræðigreinar á nægilega háu gæðastigi til þess að þær fáist birtar í Nature eða American Economic Review en að skrifa greinar sem fást birtar í miðlungs alþjóðlega ritrýndum tímaritum hvað þá innlendum tímaritum og bókaköflum. Hvatakerfi sem tekur ekki tillit til þessa veitir ekki rétta hvata. Ef munurinn á stigafjölda eftir gæðum er minni en munurinn á þeirri vinnu sem leggja þarf á sig til þess að hækka gæðastig rannsóknanna hvetur hvatakerfi ekki til framleiðslu á hágæðarannsókna heldur mikils magns lágæðarannsókna. Tökum hagfræði sem dæmi (þar sem ég þekki best til á því sviði). Til þess að skapa rétta hvata þyrfti stigafjöldi fyrir greinar í „topp 5" tímarit (t.d. American Economic Review) að vera a.m.k. tvisvar sinnum meiri en stigafjöldi fyrir grein í fremstu tímarit hverrar undirgreinar (t.d. Journal of Monetary Economics) sem aftur þyftu að hafa a.m.k. tvisvar sinnum meira vægi en önnur góð alþjóðleg tímarit í faginu sem aftur þyrftu að hafa a.m.k. tvisvar sinnum meira vægi en önnur tímarit og bókakaflar. Þá væri vægismunur á bókakafla í „innlendri ritrýndri útgáfu með alþjóðlega skýrskotun" og American Economic Review a.m.k. áttfaldur. Svona er þetta til dæmis á hagfræðideild Viðskiptaháskólans í Gautaborg. Á bestu skólum heims er vægismunurinn enn meiri. Ólíkar greinar í sama kerfiAnnar verulegur ókostur við matskerfi rannsókna í Háskóla Íslands er að sama kerfið er notað til þess að meta rannsóknir á ólíkum sviðum fræða. En mjög mismunandi hefðir hafa skapast um það hvernig rannsóknum er komið á framfæri á mismunandi sviðum. Í sumum fögum eru það til dæmis greinar í vísindatímarit sem fá mest vægi innan fræðasamfélagsins (t.d. í læknisfræði og hagfræði) á meðan bækur fá mest vægi í öðrum fögum (t.d. stjórnmálafræði). Á sumum sviðum er fjöldi höfunda á hverri grein mun meiri en í öðrum greinum. Í sumum fögum gefur röð höfunda til kynna upplýsingar um framlag þeirra á meðan í öðrum er stafrófsröð alltaf notuð. Í sumum fögum eru greinar stuttar og fremstu vísindamenn heims birta margar greinar á hverju ári á meðan í öðrum fögum er hver grein mun lengri og viðameiri. Og sumar greinar (eins og lögfræði og íslenska) hafa mikla sérstöðu þar sem rannsóknir eru að mestu bundnar við innanlandsmarkað. Þegar sama kerfi er notað fyrir öll svið geta fræðimenn nýtt sér veikleika kerfisins með því að einbeita sér að útgáfu sem er tiltölulega auðveld í þeirra fagi. Bókakaflar eru til dæmis ekki mikils metnir í hagfræði og því er auðvelt að fá bókakafla birta. Þar sem bókakaflar veita talsverðann fjölda stiga hafa hagfræðingar innan Háskólans hvata til þess að birta í bókaköflum í stað þess að birta í vísindatímaritum. Þetta grefur undan hvata fræðimannanna til þess að stunda hágæðarannsóknir. Til þess að matskerfið veiti fræðimönnum rétta hvata er nauðsynlegt að það taki mið af hefðum í hverju fagi. Til hvers er matskerfið notað?Ein ástæða þess að sama matskerfið er notað fyrir allan skólann er að matkerfið hefur a.m.k. tvö ólík hlutverk. Það er annars vegar notað við ákvarðanir um framgang og launakjör hvers fræðimans innan sinnar deildar. Og það er einnig notað til þess að ákvarða skiptingu fjár milli deilda og sviða innan skólans. Þetta er afleitt. Miklu nær væri að matskerfi rannsókna væri einungis notað við ákvarðanir um framgang og launakjör hvers fræðimans innan sinnar deildar. Þá væri unnt að útbúa gott hvatakerfi innan hverrar deildar sem veitti fræðimönnum í þeirri deild sterka hvata til þess að eyða tíma sínum í hágæðarannsóknir. Ákvarðanir um skiptingu fjár milli deilda og sviða eiga að byggjast á öðru. Fjögur ár liðinÍ Stefnu Háskóla Íslands 2006-2011 var kveðið á um endurskoðun á matskerfi rannsókna við skólann. Nú eru liðin fjögur ár og nánast ekkert hefur verið gert í því efni. Vísindanefnd skólans skilaði tillögum um nýtt matskerfi fyrr á þessu ári. Í tillögunum fólst lítið en markvert skref í rétta átt. Þær hefðu heldur dregið úr hvata starfsfólks Háskólans til þess að stunda lágæðarannsóknir en hefðu samt ekki snúið dæminu almennilega við. Jafnvel þessar hógværu breytingar voru hins vegar of mikið fyrir Háskólaráð sem virti þær að miklu leyti að vettugi og gerði enn veigaminni breytingar. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá kjöri núverandi rektors hefur mikið og gott starf verið unnið við Háskólann á ýmsum sviðum. Árangur af þessu starfi er talsverður. Til dæmis hefur birtingum vísindamanna Háskólans í ISI-tímarit fjölgað um ríflega 40% og fjárhæð rannsóknarstyrkja úr samkeppnissjóðum hefur aukist um rúm 45%. En þessi árangur er ekki vegna þess að fræðimenn háskólans hafi sterka hvata heldur þrátt fyrir að þeir hafi veika hvata. Til þess að unnt verði að hífa Háskóla Íslands upp á þann stall sem hann vill vera á er nauðsynlegt að rektor og Háskólaráð sýni kjark og geri róttækar breytingar á matskerfi rannsókna við skólann. Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia-háskóla.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun