Fótbolti

Rummenigge: Ribery fer hvergi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Ribery í leik með Bayern München.
Franck Ribery í leik með Bayern München. Nordic Photos / AFP

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, er þess fullviss að Franck Ribery verði áfram í herbúðum félagsins.

Ribery hefur verið orðaður við fjöldamörg félög í Evrópu, einna helst Barcelona. Þýskur fjölmiðill greindi frá því í vikunni að Ribery væri þegar búinn að semja við Börsunga til næstu fjögurra ára og færi þangað í sumar.

„Staðreyndirnar tala sínu máli. Staðreyndin er sú að hann er samningsbundinn okkur til 2011 og við erum ekki reiðubúnir að sleppa honum fyrr en þá. Sama hvað," sagði Rumenigge í samtali við Rheinische Post í Þýskalandi.

„Vinur minn Joan Laporta (forseti Barcelona) hefur haft samband við mig persónulega og fullvissað mig að það sé ekkert hæft í þeim fregnum sem segja Ribery vera á leið til Barcelona."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×