Föðurlönd og fósturlönd Þorvaldur Gylfason skrifar 15. október 2009 06:00 Um miðja 19. öld voru Íslendingar 60.000 að tölu. Aðeins rösklega helmingur barna náði fimm ára aldri, hin dóu. Ísland var þá á þennan kvarða eins og fátækustu lönd Afríku eru nú. Mannfjöldinn náði 70.000 árið 1870 og hafði þá aðeins ríflega tvöfaldazt frá 930, þegar landið þótti fullnumið. 1870 hófust skipulegar vesturferðir Íslendinga til Bandaríkjanna og Kanada. Áður höfðu nokkrir Íslendingar farið til Júta í Bandaríkjunum og til Brasilíu. Vesturferðirnar drógu úr mannfjölgun, og fólkinu fækkaði sum árin. Mannfjöldinn 1890 var enn 70.000. Tveggja áratuga fólksfjölgun hafði farið forgörðum. Amma mín var þá á fermingaraldri. Alls fóru um 15.000 manns vestur um haf í leit að betra lífi 1870-1914, röskur fimmtungur allra Íslendinga 1870, og er þá frá talið fólkið, sem sneri aftur heim. Til samanburðar fluttist um fjórðungur Svía vestur um haf, ein milljón af fjórum. Þetta voru erfið ár af völdum eldgosa, hallæris og þrúgandi fátæktar. Vesturferðirnar vöktu heitar ástríður og deilur. Ýmsum þeirra, sem eftir sátu, þóttu fólksflutningarnir draga þrótt úr landinu. En Íslendingabyggðirnar vestan hafs efldu og stækkuðu Ísland að ýmsu leyti. Íslenzk menning skaut djúpum rótum einkum í Kanada. Vikublaðið Heimskringla var stofnað í Winnipeg 1886 og Lögberg 1888. Þeim var slegið saman 1959. Lögberg-Heimskringla kemur enn út, hálfsmánaðarlega, á ensku, elzt íslenzkra blaða. Líkneski Einars Jónssonar af Jóni Sigurðssyni forseta stendur við þinghúsið í Winnipeg líkt og á Austurvelli. Vestur-Íslendingar skipta nú hundruðum þúsunda. OrðasmiðurFrægastur þeirra allra var bóndinn og skáldið Stephan G. Stephansson. Hann var um tvítugt, þegar hann fluttist með bláfátækri fjölskyldu sinni úr Bárðardal fyrst til Bandaríkjanna 1873 og síðan til Kanada 1889, þar sem hann reisti sér býli við rætur Klettafjalla og bjó til æviloka 1927. Hann stritaði á daginn og orti á kvöldin og hafði mynd af Jóni forseta yfir skrifborði sínu. Húsið hans og Helgu konu hans nálægt bænum Markerville í Albertu er nú safn og opið almenningi á sumrin. Kvæði Stephans G. eru mikil að vöxtum og skipa honum í sveit með hinum tveim höfuðskáldum Íslands á fyrstu áratugum 20. aldar, séra Matthíasi Jochumssyni og Einari Benediktssyni. Stephan G. orti öðrum þræði til að bæta og fegra heiminn af svipaðri ástríðu og Einar Benediktsson. Hann var jafnaðarmaður líkt og Einar og Þorsteinn Erlingsson, svo sem kvæði þeirra bera með sér. Hann var lýðræðissinni og bjó til orðið lýðræði. Hann vildi bæði virkja fossa eins og Einar og vernda þá eins og Þorsteinn, taldi hvort tveggja kleift í senn, væri rétt að farið. Hann var hlynntur frjálsum viðskiptum líkt og Jón forseti. Hann lagði jafna rækt við hagkvæmni og réttlæti, svo sem hann lýsir í drögum til ævisögu sinnar 1922 líkt og nútímamaður haldi á penna: „„Lýðræði", sem er hreint og beint, hefir þann kost yfir annað fyrirkomulag, að það er eins konar alþýðuskóli mannanna í að búa saman sem sanngjarnast og hagfelldast. Gerir auðvitað glappaskot, og þau kannske grimmileg, en getur ekki slengt skuldinni af sér á „æðri völd". Verður sjálft að duga eða drepast á eigin ábyrgð." Hann skrifar vini sínum Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót 1915 um íslenzk stjórnmál: „Þessi heimsku-leynd með það, sem hvern mann í landinu varðar og enginn hefir því einkarétt til að geyma, er heimssiður, en stjórnarbölvun og leiðir frá lýðræði lengra en nokkuð annað, þar sem þjóðræði á að heita í orði kveðnu. Mig furðar, ef sæmilegir menn, sem með lands síns erindi fara, sjá þetta ekki, því þögn um þjóðvandamál er enginn drengskapur." Að elska löndStephan G. Stephansson unni báðum ættarlöndum sín, föðurlandinu og fósturlandinu, og mærði þau bæði í kvæðum sínum og ræðum. Hann stóðst erfiða áskorun. Ást hans á Íslandi byrgði honum ekki sýn á kosti nýrra heimkynna. Vaxandi fjöldi nútímafólks stendur frammi fyrir áþekkri áskorun, þar er það eyðir hluta ævinnar fjarri föðurlandinu, ýmist af fúsum, glöðum og frjálsum vilja eða illri nauðsyn, svo sem nú blasir við mörgum Íslendingum í kreppunni. Mannfjöldi Íslands minnkaði lítils háttar 2009 í fyrsta skipti frá 1889. Þeir, sem hyggjast nú leggja nýtt land undir fót, mega gjarnan hugleiða lífsskoðun Stephans G. Stephanssonar. Nýleg ævisaga hans eftir Viðar Hreinsson bókmenntafræðing er til í tveim bindum, Landneminn mikli (2002) og Andvökuskáld (2003). Áður hafði Sigurður Nordal prófessor skrifað bókarlangan formála að úrvali úr kvæðasafni Stephans G. Andvökum 1939. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Um miðja 19. öld voru Íslendingar 60.000 að tölu. Aðeins rösklega helmingur barna náði fimm ára aldri, hin dóu. Ísland var þá á þennan kvarða eins og fátækustu lönd Afríku eru nú. Mannfjöldinn náði 70.000 árið 1870 og hafði þá aðeins ríflega tvöfaldazt frá 930, þegar landið þótti fullnumið. 1870 hófust skipulegar vesturferðir Íslendinga til Bandaríkjanna og Kanada. Áður höfðu nokkrir Íslendingar farið til Júta í Bandaríkjunum og til Brasilíu. Vesturferðirnar drógu úr mannfjölgun, og fólkinu fækkaði sum árin. Mannfjöldinn 1890 var enn 70.000. Tveggja áratuga fólksfjölgun hafði farið forgörðum. Amma mín var þá á fermingaraldri. Alls fóru um 15.000 manns vestur um haf í leit að betra lífi 1870-1914, röskur fimmtungur allra Íslendinga 1870, og er þá frá talið fólkið, sem sneri aftur heim. Til samanburðar fluttist um fjórðungur Svía vestur um haf, ein milljón af fjórum. Þetta voru erfið ár af völdum eldgosa, hallæris og þrúgandi fátæktar. Vesturferðirnar vöktu heitar ástríður og deilur. Ýmsum þeirra, sem eftir sátu, þóttu fólksflutningarnir draga þrótt úr landinu. En Íslendingabyggðirnar vestan hafs efldu og stækkuðu Ísland að ýmsu leyti. Íslenzk menning skaut djúpum rótum einkum í Kanada. Vikublaðið Heimskringla var stofnað í Winnipeg 1886 og Lögberg 1888. Þeim var slegið saman 1959. Lögberg-Heimskringla kemur enn út, hálfsmánaðarlega, á ensku, elzt íslenzkra blaða. Líkneski Einars Jónssonar af Jóni Sigurðssyni forseta stendur við þinghúsið í Winnipeg líkt og á Austurvelli. Vestur-Íslendingar skipta nú hundruðum þúsunda. OrðasmiðurFrægastur þeirra allra var bóndinn og skáldið Stephan G. Stephansson. Hann var um tvítugt, þegar hann fluttist með bláfátækri fjölskyldu sinni úr Bárðardal fyrst til Bandaríkjanna 1873 og síðan til Kanada 1889, þar sem hann reisti sér býli við rætur Klettafjalla og bjó til æviloka 1927. Hann stritaði á daginn og orti á kvöldin og hafði mynd af Jóni forseta yfir skrifborði sínu. Húsið hans og Helgu konu hans nálægt bænum Markerville í Albertu er nú safn og opið almenningi á sumrin. Kvæði Stephans G. eru mikil að vöxtum og skipa honum í sveit með hinum tveim höfuðskáldum Íslands á fyrstu áratugum 20. aldar, séra Matthíasi Jochumssyni og Einari Benediktssyni. Stephan G. orti öðrum þræði til að bæta og fegra heiminn af svipaðri ástríðu og Einar Benediktsson. Hann var jafnaðarmaður líkt og Einar og Þorsteinn Erlingsson, svo sem kvæði þeirra bera með sér. Hann var lýðræðissinni og bjó til orðið lýðræði. Hann vildi bæði virkja fossa eins og Einar og vernda þá eins og Þorsteinn, taldi hvort tveggja kleift í senn, væri rétt að farið. Hann var hlynntur frjálsum viðskiptum líkt og Jón forseti. Hann lagði jafna rækt við hagkvæmni og réttlæti, svo sem hann lýsir í drögum til ævisögu sinnar 1922 líkt og nútímamaður haldi á penna: „„Lýðræði", sem er hreint og beint, hefir þann kost yfir annað fyrirkomulag, að það er eins konar alþýðuskóli mannanna í að búa saman sem sanngjarnast og hagfelldast. Gerir auðvitað glappaskot, og þau kannske grimmileg, en getur ekki slengt skuldinni af sér á „æðri völd". Verður sjálft að duga eða drepast á eigin ábyrgð." Hann skrifar vini sínum Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót 1915 um íslenzk stjórnmál: „Þessi heimsku-leynd með það, sem hvern mann í landinu varðar og enginn hefir því einkarétt til að geyma, er heimssiður, en stjórnarbölvun og leiðir frá lýðræði lengra en nokkuð annað, þar sem þjóðræði á að heita í orði kveðnu. Mig furðar, ef sæmilegir menn, sem með lands síns erindi fara, sjá þetta ekki, því þögn um þjóðvandamál er enginn drengskapur." Að elska löndStephan G. Stephansson unni báðum ættarlöndum sín, föðurlandinu og fósturlandinu, og mærði þau bæði í kvæðum sínum og ræðum. Hann stóðst erfiða áskorun. Ást hans á Íslandi byrgði honum ekki sýn á kosti nýrra heimkynna. Vaxandi fjöldi nútímafólks stendur frammi fyrir áþekkri áskorun, þar er það eyðir hluta ævinnar fjarri föðurlandinu, ýmist af fúsum, glöðum og frjálsum vilja eða illri nauðsyn, svo sem nú blasir við mörgum Íslendingum í kreppunni. Mannfjöldi Íslands minnkaði lítils háttar 2009 í fyrsta skipti frá 1889. Þeir, sem hyggjast nú leggja nýtt land undir fót, mega gjarnan hugleiða lífsskoðun Stephans G. Stephanssonar. Nýleg ævisaga hans eftir Viðar Hreinsson bókmenntafræðing er til í tveim bindum, Landneminn mikli (2002) og Andvökuskáld (2003). Áður hafði Sigurður Nordal prófessor skrifað bókarlangan formála að úrvali úr kvæðasafni Stephans G. Andvökum 1939.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar