Bermúda og Norðurlönd undirrita samning gegn skattsvikum 20. mars 2009 14:47 Undirritaður verður samningur milli Norðurlanda og Bermúda í apríl um upplýsingaskipti vegna skattsvika og auk þess gerðir röð af viðskiptasamningum. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð aðilanna um að stöðva skattsvik.Í frétt um málið á norden.org segir að samningarnir um skipti á skattaupplýsingum munu veita yfirvöldum aðgang að upplýsingum um þá aðila sem leitast við að svíkja undan skatt af tekjum og fjárfestingum og einnig veita upplýsingar um eignir sem ekki hafa verið gefnar upp í heimalandinu.Meðal annars er um að ræða upplýsingar um eignarhald á fyrirtækjum, samningamenn, stjórnarmenn og þá sem þiggja arð af eignarhaldsfélögum, auk upplýsinga í vörslu banka og fjármálastofnana. Samningarnir verða undirritaðir við athöfn í sendiráði Svía í Washington þann 16.apríl. Áður en samningarnir verða undirritaðir þarf að ljúka ákveðnu pólitísku ferli.Samningarnir eru hluti af viðamiklu verkefni sem unnið hefur verið á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og hafa þegar verið gerðir slíkir samninga við stjórnvöld á eyjunum Mön, Jersey og Guernsey og þá verður samningur við Cayman eyjar undirritaður í Stokkhólmi þann 1. apríl.Ennfremur eru samningaviðræður á lokastigi við stjórnvöld á Arúba, Bresku Jómfrúreyjunum og Hollensku Antillaeyjunum. Þá eru hafnar viðræður við önnur lögsagnarumdæmi. Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Undirritaður verður samningur milli Norðurlanda og Bermúda í apríl um upplýsingaskipti vegna skattsvika og auk þess gerðir röð af viðskiptasamningum. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð aðilanna um að stöðva skattsvik.Í frétt um málið á norden.org segir að samningarnir um skipti á skattaupplýsingum munu veita yfirvöldum aðgang að upplýsingum um þá aðila sem leitast við að svíkja undan skatt af tekjum og fjárfestingum og einnig veita upplýsingar um eignir sem ekki hafa verið gefnar upp í heimalandinu.Meðal annars er um að ræða upplýsingar um eignarhald á fyrirtækjum, samningamenn, stjórnarmenn og þá sem þiggja arð af eignarhaldsfélögum, auk upplýsinga í vörslu banka og fjármálastofnana. Samningarnir verða undirritaðir við athöfn í sendiráði Svía í Washington þann 16.apríl. Áður en samningarnir verða undirritaðir þarf að ljúka ákveðnu pólitísku ferli.Samningarnir eru hluti af viðamiklu verkefni sem unnið hefur verið á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og hafa þegar verið gerðir slíkir samninga við stjórnvöld á eyjunum Mön, Jersey og Guernsey og þá verður samningur við Cayman eyjar undirritaður í Stokkhólmi þann 1. apríl.Ennfremur eru samningaviðræður á lokastigi við stjórnvöld á Arúba, Bresku Jómfrúreyjunum og Hollensku Antillaeyjunum. Þá eru hafnar viðræður við önnur lögsagnarumdæmi.
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira