Fótbolti

Ribery fær ekki að fara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/AFP

FC Bayern hefur ítrekað enn eina ferðina að Frakkinn Franck Ribery sé ekki á förum frá félaginu. Forráðamenn Bayern segja að það skipti engu máli hversu hátt tilboð komi í leikmanninn, hann sé ekki til sölu.

Öll stærstu félög Evrópu vilja ólm fá Frakkann magnaða í sínar raðir og sum þeirra til í að reiða fram háa summu fyrir þjónustu leikmannsins.

Sjálfur hefur Ribery gefið í skyn að hann vilji helst af öllu fara til Real Madrid.

„Það er ekki hægt að fylla skarð Ribery. Real Madrid veit hvernig staðan er. Hann er ekki til sölu," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður hjá Bayern.

„Það kemur mér ekkert á óvart að Franck vilji fara til Real. Það er heillandi félag sem getur þess utan boðið vel. Bayern er heldur ekki slakur klúbbur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×