Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir 28. september 2009 12:50 Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. Í frétt um málið í breska blaðinu Guardian segir að Investment Dar hafi gefið út yfirlýsingu um að sjóðurinn hafi náð samkomulagi við lánadrottna sína um frystingu á afborgunum og kröfum þeirra, Sjóðirinn mun hafa orðið hart úti í fjármálakreppunni. Aston Martin var selt af Ford bílaverksmiðjunum árið 2007 þegar fjármálabólan náði hámarki. Investment Dar keypti þá helmingshlut í Aston Martin en aðir kaupendur voru ökuþórinn Dave Richards, fjárfestirinn John Singers og Adeem Investment. Aston Martin er heimsþekkt vörumerki þar sem James Bond ekur yfirleitt á þessari bílategund í myndum sínum. Kaupverðið nam 925 milljónum punda og fékk Investment Dar sambankalán á sharia-kjörum í Kúwait fyrir sínum hlut í Aston Martin upp á 393 milljónir punda. Um 100 milljónir punda af því eru nú í vanskilum og hefur seðlabanki Kuwait skipað umsjónarmann með rekstri sjóðsins. Investment Dar hefur samið við Credit Suisse um aðstoð við endurfjármögnun sjóðsins. Frá því að kreppan skall á hefur Aston Martin barist í bökkum eins og flestir aðrir bílaframleiðendur í heiminum. Framleiðandinn hefur sagt upp 600 manns, eða þriðjungi af starfsmönnum sínum. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. Í frétt um málið í breska blaðinu Guardian segir að Investment Dar hafi gefið út yfirlýsingu um að sjóðurinn hafi náð samkomulagi við lánadrottna sína um frystingu á afborgunum og kröfum þeirra, Sjóðirinn mun hafa orðið hart úti í fjármálakreppunni. Aston Martin var selt af Ford bílaverksmiðjunum árið 2007 þegar fjármálabólan náði hámarki. Investment Dar keypti þá helmingshlut í Aston Martin en aðir kaupendur voru ökuþórinn Dave Richards, fjárfestirinn John Singers og Adeem Investment. Aston Martin er heimsþekkt vörumerki þar sem James Bond ekur yfirleitt á þessari bílategund í myndum sínum. Kaupverðið nam 925 milljónum punda og fékk Investment Dar sambankalán á sharia-kjörum í Kúwait fyrir sínum hlut í Aston Martin upp á 393 milljónir punda. Um 100 milljónir punda af því eru nú í vanskilum og hefur seðlabanki Kuwait skipað umsjónarmann með rekstri sjóðsins. Investment Dar hefur samið við Credit Suisse um aðstoð við endurfjármögnun sjóðsins. Frá því að kreppan skall á hefur Aston Martin barist í bökkum eins og flestir aðrir bílaframleiðendur í heiminum. Framleiðandinn hefur sagt upp 600 manns, eða þriðjungi af starfsmönnum sínum.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira