Landsbankinn varð af 48 milljörðum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 11. febrúar 2009 00:01 Skilanefnd Landsbankans fékk 50 milljónir evra, jafnvirði um sjö milljarða króna, fyrir írsku fyrirtækjaráðgjöfina Merrion Capital og franska greiningar- og verðbréfafyrirtækið Kepler við sölu til stjórnenda fyrirtækjanna í fyrravetur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Skilanefnd bankans hefur ekki gefið upp tölur varðandi söluna en fréttastofa Reuters birti kaupverð Merrion fyrir helgi. Þetta er 330 milljónum evra minna en Straumur samdi um að greiða að viðbættu breska verðbréfa- og ráðgjafafyrirtækinu Teathers Limited, áður en skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans í október í fyrra. Miðað við þetta varð gamli bankinn af 48 milljörðum króna, sé miðað við gengi krónu gagnvart evru í dag. Taka verður tillit til þess að með sölunni var komið í veg fyrir að fyrirtækin færu í þrot. Við það hefði gamli bankinn ekki fengið til baka það fé sem hann hafði lagt þeim til. Ekki liggur fyrir hvað Straumur greiddi fyrir nafn Teathers í enda október. Landsbankinn greiddi um tuttugu milljarða króna fyrir Kepler og 84 prósenta hlut í Merrion árið 2005. Við það bætast um þrettán milljarðar vegna Teather & Greenwood og Bridgewell, en það síðasttalda var keypt um mitt ár 2007. Fyrirtækin voru sameinuð undir merkinu Landsbanki Securities Ltd sama ár. Heildarverðmæti fyrirtækjanna lá í rúmum 31 milljarði króna. Viðmælendur Markaðarins segja samþættingu fjármálafyrirtækja Landsbankans í Evrópu hafa gengið hægar en til stóð og hafi stjórnendur ekki náð því flæði á milli þeirra sem stefnt var að. Tvennt skýrir tafirnar: bankakreppan hér á vordögum 2006 sem varð til þess að íslenska fjármálalífið lagði allt kapp á að verjast gagnrýni erlendra greiningaraðila og fjármálakreppan, sem tók að bíta af krafti á seinni hluta árs 2007. Um mitt síðasta ár varð alvarlegs lausafjárskorts vart í sjóðum Landsbankans enda veikt bakland í Seðlabankanum. Eftir því sem næst verður komist horfðu stjórnendur bankans til þess að selja eignir bankans ytra og losa bankann við þungar byrðar á meginlandinu sem ekki hafði náð að samþætta samstæðu bankans. Í framhaldinu hafði Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, samband við William Fall, forstjóra Straums, um kaup á fyrirtækjunum. Salan var handsöluð um miðjan september en tilkynning send út í byrjun október. Kaupverð átti að nema 380 milljónum evra, jafnvirði 55,4 milljarða króna að þávirði. Þar af voru 50 milljónir evra í reiðufé en rest með víkjandi láni og útlánum. Níu dögum síðar tók Fjármálaeftirlitið lyklavöldin í Landsbankanum og frystu bresk stjórnvöld eigur Landsbankans ytra í kjölfarið. Samningi bankans og Straums var rift daginn eftir þegar ljóst var að bankinn gæti ekki staðið við ákvæði um söluna. Hvorki náðist í Sigurjón Þ. Árnason né Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þegar eftir því leitað í gær. Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans fékk 50 milljónir evra, jafnvirði um sjö milljarða króna, fyrir írsku fyrirtækjaráðgjöfina Merrion Capital og franska greiningar- og verðbréfafyrirtækið Kepler við sölu til stjórnenda fyrirtækjanna í fyrravetur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Skilanefnd bankans hefur ekki gefið upp tölur varðandi söluna en fréttastofa Reuters birti kaupverð Merrion fyrir helgi. Þetta er 330 milljónum evra minna en Straumur samdi um að greiða að viðbættu breska verðbréfa- og ráðgjafafyrirtækinu Teathers Limited, áður en skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans í október í fyrra. Miðað við þetta varð gamli bankinn af 48 milljörðum króna, sé miðað við gengi krónu gagnvart evru í dag. Taka verður tillit til þess að með sölunni var komið í veg fyrir að fyrirtækin færu í þrot. Við það hefði gamli bankinn ekki fengið til baka það fé sem hann hafði lagt þeim til. Ekki liggur fyrir hvað Straumur greiddi fyrir nafn Teathers í enda október. Landsbankinn greiddi um tuttugu milljarða króna fyrir Kepler og 84 prósenta hlut í Merrion árið 2005. Við það bætast um þrettán milljarðar vegna Teather & Greenwood og Bridgewell, en það síðasttalda var keypt um mitt ár 2007. Fyrirtækin voru sameinuð undir merkinu Landsbanki Securities Ltd sama ár. Heildarverðmæti fyrirtækjanna lá í rúmum 31 milljarði króna. Viðmælendur Markaðarins segja samþættingu fjármálafyrirtækja Landsbankans í Evrópu hafa gengið hægar en til stóð og hafi stjórnendur ekki náð því flæði á milli þeirra sem stefnt var að. Tvennt skýrir tafirnar: bankakreppan hér á vordögum 2006 sem varð til þess að íslenska fjármálalífið lagði allt kapp á að verjast gagnrýni erlendra greiningaraðila og fjármálakreppan, sem tók að bíta af krafti á seinni hluta árs 2007. Um mitt síðasta ár varð alvarlegs lausafjárskorts vart í sjóðum Landsbankans enda veikt bakland í Seðlabankanum. Eftir því sem næst verður komist horfðu stjórnendur bankans til þess að selja eignir bankans ytra og losa bankann við þungar byrðar á meginlandinu sem ekki hafði náð að samþætta samstæðu bankans. Í framhaldinu hafði Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, samband við William Fall, forstjóra Straums, um kaup á fyrirtækjunum. Salan var handsöluð um miðjan september en tilkynning send út í byrjun október. Kaupverð átti að nema 380 milljónum evra, jafnvirði 55,4 milljarða króna að þávirði. Þar af voru 50 milljónir evra í reiðufé en rest með víkjandi láni og útlánum. Níu dögum síðar tók Fjármálaeftirlitið lyklavöldin í Landsbankanum og frystu bresk stjórnvöld eigur Landsbankans ytra í kjölfarið. Samningi bankans og Straums var rift daginn eftir þegar ljóst var að bankinn gæti ekki staðið við ákvæði um söluna. Hvorki náðist í Sigurjón Þ. Árnason né Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þegar eftir því leitað í gær.
Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira