Dómgreindarskortur Ögmundur Jónasson skrifar 28. júlí 2009 06:00 Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ögmundur Jónasson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun