
Jafnrétti ein af forsendum hagsældar
Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefnuröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR.
Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.
Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatímum í upphafi tuttugustu aldarinnar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegnum árin og haldið er upp á hann með ýmsum móti. Það segir ýmislegt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttudaginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verkafólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg.
En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi.. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagnvart konumr viðgengst enn ,þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja.
Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefnuröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og loftlagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, lagahliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi.
SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönnunum þar sem launamunur kynjanna er m.a. mældur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dregið aðeins úr kynbundnum launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efnahagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru líklegrii til að tilheyra þeim tekjuhópum sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til.
En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur samfélagsins alls – heildarhagsmunina.
Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþættingu í verki og tökum jafnréttisvinkilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar.
Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls.
Höfundur er formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu.
Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla!
Skoðun

Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi
Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar

Flosa sem formann
Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar

Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun?
María K. Jónsdóttir skrifar

Magnús Karl er besti kosturinn
Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

„Söngvar vindorkunnar“
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best
Guðný Björk Eydal skrifar

Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl
Viðar Halldórsson skrifar

Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR
Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Nú þarf Versló að bregðast við
Pétur Orri Pétursson skrifar

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar