Buiter: Grikkland í gjaldþrot ef betri kjör fást ekki 27. apríl 2010 14:05 „Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup segir að Grikkland fari líklega í þjóðargjaldþrot eða skapi eigendum ríkisskuldabréfa sinna verulegt tjón nema landið fái betri kjör á fyrirhuguð björgunarpakka ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Staða Grikklands er ekki beysin í augnablikinu. Ávöxtunarkrafan á 2ja ára ríkisskuldabréfum landsins er komin yfir 14% og skuldatryggingaálið er rokið upp í 724 punkta samkvæmt CMA gagnaveitunni. Sem stendur er Grikkland á toppi lista þeirra 10 þjóða sem CMA metur í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Líkurnar eru taldar rúmlega 46% á slíku.Grikkland hefur farið fram á að björgunarpakki ESB/AGS upp á 45 milljarða evra verð gangsettur strax en Þjóðverjar þráast við. Buiter segir að Grikkland komist hugsanleg hjá gjaldþroti ef landið fær betri kjör á fjármögnun sinni en þau 3% til 4% yfir viðmiðunarvöxtum sem í boði eru.„Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter sem er fyrrum meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka.Fram kemur í máli Buiter að gjaldþrot Grikklands myndi skaða banka á evrusvæðinu þar sem eftirlitsaðilum hafi mistekist að koma í veg fyrir verulega áhættu á lánveitingum þeirra til Grikklands og áhættu af skuldasöfnun hins opinbera þar í landi.Hvað skaða þeirra sem eiga grísk ríkisskuldabréf varðar segir Buiter að sennilega þurfi þeir að gefa eftir 20% af kröfum sínum, „eða í versta falli allt að 30%". Verði þetta niðurstaðan mætti komast hjá formlegu gjaldþroti. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup segir að Grikkland fari líklega í þjóðargjaldþrot eða skapi eigendum ríkisskuldabréfa sinna verulegt tjón nema landið fái betri kjör á fyrirhuguð björgunarpakka ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Staða Grikklands er ekki beysin í augnablikinu. Ávöxtunarkrafan á 2ja ára ríkisskuldabréfum landsins er komin yfir 14% og skuldatryggingaálið er rokið upp í 724 punkta samkvæmt CMA gagnaveitunni. Sem stendur er Grikkland á toppi lista þeirra 10 þjóða sem CMA metur í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Líkurnar eru taldar rúmlega 46% á slíku.Grikkland hefur farið fram á að björgunarpakki ESB/AGS upp á 45 milljarða evra verð gangsettur strax en Þjóðverjar þráast við. Buiter segir að Grikkland komist hugsanleg hjá gjaldþroti ef landið fær betri kjör á fjármögnun sinni en þau 3% til 4% yfir viðmiðunarvöxtum sem í boði eru.„Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter sem er fyrrum meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka.Fram kemur í máli Buiter að gjaldþrot Grikklands myndi skaða banka á evrusvæðinu þar sem eftirlitsaðilum hafi mistekist að koma í veg fyrir verulega áhættu á lánveitingum þeirra til Grikklands og áhættu af skuldasöfnun hins opinbera þar í landi.Hvað skaða þeirra sem eiga grísk ríkisskuldabréf varðar segir Buiter að sennilega þurfi þeir að gefa eftir 20% af kröfum sínum, „eða í versta falli allt að 30%". Verði þetta niðurstaðan mætti komast hjá formlegu gjaldþroti.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira