Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum 18. maí 2010 06:00 kaupin kynnt Kanadíska fyrirtækið Magma á nú tæp 99 prósent í HS Orku. Ross Beatty forstjóri situr fyrir miðju.fréttablaðið/valli Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira