Órækt í hugsun Gauti Kristmannsson skrifar 19. nóvember 2010 07:15 Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og gjaldkeri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgunblaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusambandið hefði. Hann beitir í greinarkorni sínu þeim kunnuglegu brögðum sem sjá má hjá mönnum sem sjást ekkert fyrir þegar þeir vilja afflytja mál annarra. Þau eru hér einkum hálfsannleikur, óvinahatur og sögufölsun. Hann segir að nú þegar eyði þjóðin „umtalsverðu fé til þýðinga á regluverki EES" og að ég bendi á að „sú vinna öll og kostnaður margfaldast við inngöngu í ESB". Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það. Næsta fullyrðing er afbragðsgóð: „Og jafnt þó enginn lesi þýðingar þessar mun þýðingastarfið hafa áhrif á íslensku þar sem samhliða þýðingum munu skriffinnar margskonar starfa við að orðtaka regluverk þessi, yfirfara og kynna nýyrði og talsmáta sem þar verður til og svo mætti lengi telja." Hvernig skriffinnarnir fara að því að gera þetta án þess að lesa þýðingarnar veit ég ekki, en kannski er það þannig sem Bjarni starfar sjálfur við að afla sér upplýsinga. Mig grunar það þegar ég les næstu setningar þar sem hann fullyrðir að „danski kansellístíllinn hafi komist mjög nærri því að eyðileggja íslenskt ritmál" og að það hafi síðan verið „æviverk Fjölnismanna að snúa ofan af þeim ósköpum". Þessi afgreiðsla á lærdómsöld Íslendinga, ritmáli manna eins Hallgríms Péturssonar, fjölda rímnaskálda, Jóns Vídalíns, Jóns Indíafara, Þorleifs Halldórssonar og Eggerts Ólafssonar, svo aðeins nokkrir séu nefndir, finnst mér bera vott um fágæta fáfræði um 17. og 18. öld og ritmál þess tíma. Margir af þessum mönnum voru ekki aðeins alþýðumenn heldur einnig hálærðir og fluttu inn menningu og menntir frá Evrópu, engu síður en Fjölnismenn sem sjálfir voru afkastamiklir þýðendur, einkum þó Jónas Hallgrímsson. Óvinurinn í líki stofnanamálsins sem Bjarni stillir upp andspænis „kjarnmiklu íslensku alþýðumáli" er svo eitthvað sem verður til hvort sem Íslendingar eru í ESB eða EES, því eins og Bjarni veit munu embættismenn þurfa að birta lög, reglur og upplýsingar stjórnvalda eftir sem áður og sýnist mér Bjarni sjálfur verða mikið í því hlutverki að túlka þær fyrir almenning í landinu sem fulltrúi eins ráðuneytis ríkisins. En mér sýnist hann þurfa að vanda sig miklu betur í því hlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og gjaldkeri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgunblaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusambandið hefði. Hann beitir í greinarkorni sínu þeim kunnuglegu brögðum sem sjá má hjá mönnum sem sjást ekkert fyrir þegar þeir vilja afflytja mál annarra. Þau eru hér einkum hálfsannleikur, óvinahatur og sögufölsun. Hann segir að nú þegar eyði þjóðin „umtalsverðu fé til þýðinga á regluverki EES" og að ég bendi á að „sú vinna öll og kostnaður margfaldast við inngöngu í ESB". Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það. Næsta fullyrðing er afbragðsgóð: „Og jafnt þó enginn lesi þýðingar þessar mun þýðingastarfið hafa áhrif á íslensku þar sem samhliða þýðingum munu skriffinnar margskonar starfa við að orðtaka regluverk þessi, yfirfara og kynna nýyrði og talsmáta sem þar verður til og svo mætti lengi telja." Hvernig skriffinnarnir fara að því að gera þetta án þess að lesa þýðingarnar veit ég ekki, en kannski er það þannig sem Bjarni starfar sjálfur við að afla sér upplýsinga. Mig grunar það þegar ég les næstu setningar þar sem hann fullyrðir að „danski kansellístíllinn hafi komist mjög nærri því að eyðileggja íslenskt ritmál" og að það hafi síðan verið „æviverk Fjölnismanna að snúa ofan af þeim ósköpum". Þessi afgreiðsla á lærdómsöld Íslendinga, ritmáli manna eins Hallgríms Péturssonar, fjölda rímnaskálda, Jóns Vídalíns, Jóns Indíafara, Þorleifs Halldórssonar og Eggerts Ólafssonar, svo aðeins nokkrir séu nefndir, finnst mér bera vott um fágæta fáfræði um 17. og 18. öld og ritmál þess tíma. Margir af þessum mönnum voru ekki aðeins alþýðumenn heldur einnig hálærðir og fluttu inn menningu og menntir frá Evrópu, engu síður en Fjölnismenn sem sjálfir voru afkastamiklir þýðendur, einkum þó Jónas Hallgrímsson. Óvinurinn í líki stofnanamálsins sem Bjarni stillir upp andspænis „kjarnmiklu íslensku alþýðumáli" er svo eitthvað sem verður til hvort sem Íslendingar eru í ESB eða EES, því eins og Bjarni veit munu embættismenn þurfa að birta lög, reglur og upplýsingar stjórnvalda eftir sem áður og sýnist mér Bjarni sjálfur verða mikið í því hlutverki að túlka þær fyrir almenning í landinu sem fulltrúi eins ráðuneytis ríkisins. En mér sýnist hann þurfa að vanda sig miklu betur í því hlutverki.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun