Guðmundur: Erum að mæta einu besta liði sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2010 08:00 Mynd/DIENER Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hefst 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þau mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00. Þetta franska lið er ógnarsterkt og klárlega eitt besta lið allra tíma, ef ekki það besta. Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu-, og Ólympíumeistarar en ekkert annað landslið hefur nað slíkum árangri í sögunni. Frakkar hafa þess utan staðið í vegi fyrir því að Ísland hafi farið alla leið á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þessu franska liði í úrslitum ÓL í Peking 2008 og svo aftur í undanúrslitum EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. „Ég er búinn að liggja yfir þessu í fleiri vikur. Bæði að skoða okkar leik á EM og svo auðvitað leik franska liðsins. Við þurfum að gera betur en við höfum gert í síðustu stórleikjum. Við verðum að nálgast þá meira og mér finnst við hafa tapað of stórt á móti þeim og leikirnir hafa farið frá okkur á mjög stuttum köflum. Á EM töpum við leiknum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks eftir að allt var í járnum í fyrri hálfleik. Það er ég óhress með og við þurfum að læra af,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en hvað þarf liðið helst að bæta? „Við megum ekki taka of mikla óþarfa áhættu eins og vafasamar línusendingar til að mynda. Þeir hirða slíkt upp og það þýðir mark í kjölfarið. Síðan þurfum við að skila okkur hraðar til baka því þeir skora mikið í fyrstu, annarri og þriðju bylgju hraðaupphlaupa. Við verðum að vera mjög vakandi er við komum til baka að mæta þeim,“ segir Guðmundur en hann leggur einnig mikla áherslu á að stöðva Nikola Karabatic sem er líklega besti handboltamaður heims. „Við þurfum að taka betur á honum og stöðva hann. Hann fékk að skora allt of auðveld mörk gegn okkur síðast og var með níu mörk í níu tilraunum minnir mig. Það var of auðvelt fyrir hann og mér fannst við líka gefa eftir of snemma í leiknum. Við verðum að hafa meiri trú og fylgja því til baka.“ Guðmundur mun einnig breyta sóknarleiknum aðeins fyrir leikina tvo og ætlar að prófa í það minnsta þrjú ný leikkerfi gegn Frökkunum. Guðmundur mun einnig spila 5/1 vörn með Ásgeir Örn fremstan þar sem Guðjón Valur spilar ekki vegna meiðsla. „Við erum að nýta þessa leiki til þess að læra á þá og einnig að sjálfsögðu að þróa okkar leik svo við séum með réttu svörin á móti þeim. Það er líka mikilvægt sálfræðilega að vinna þá svo við sjáum að þeir séu ekki ósigrandi.“ Margir vilja meina að þetta franska lið sem hingað er komið sé besta handboltalandslið sögunnar. Er Guðmundur sammála því? „Þetta er eitt besta lið sögunnar og það hefur engu öðru landsliði tekist að vinna alla stóru titlana í röð. Ég myndi segja að þetta lið og lið Sovétmanna á sínum tíma séu þau tvö landslið sem skari fram úr. Sovétmenn voru frábærir, vel þjálfaðir og með góðar leikaðferðir. Þetta eru líklega álíka lið en franska liðið hefur náð lengra.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hefst 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þau mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00. Þetta franska lið er ógnarsterkt og klárlega eitt besta lið allra tíma, ef ekki það besta. Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu-, og Ólympíumeistarar en ekkert annað landslið hefur nað slíkum árangri í sögunni. Frakkar hafa þess utan staðið í vegi fyrir því að Ísland hafi farið alla leið á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þessu franska liði í úrslitum ÓL í Peking 2008 og svo aftur í undanúrslitum EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. „Ég er búinn að liggja yfir þessu í fleiri vikur. Bæði að skoða okkar leik á EM og svo auðvitað leik franska liðsins. Við þurfum að gera betur en við höfum gert í síðustu stórleikjum. Við verðum að nálgast þá meira og mér finnst við hafa tapað of stórt á móti þeim og leikirnir hafa farið frá okkur á mjög stuttum köflum. Á EM töpum við leiknum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks eftir að allt var í járnum í fyrri hálfleik. Það er ég óhress með og við þurfum að læra af,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en hvað þarf liðið helst að bæta? „Við megum ekki taka of mikla óþarfa áhættu eins og vafasamar línusendingar til að mynda. Þeir hirða slíkt upp og það þýðir mark í kjölfarið. Síðan þurfum við að skila okkur hraðar til baka því þeir skora mikið í fyrstu, annarri og þriðju bylgju hraðaupphlaupa. Við verðum að vera mjög vakandi er við komum til baka að mæta þeim,“ segir Guðmundur en hann leggur einnig mikla áherslu á að stöðva Nikola Karabatic sem er líklega besti handboltamaður heims. „Við þurfum að taka betur á honum og stöðva hann. Hann fékk að skora allt of auðveld mörk gegn okkur síðast og var með níu mörk í níu tilraunum minnir mig. Það var of auðvelt fyrir hann og mér fannst við líka gefa eftir of snemma í leiknum. Við verðum að hafa meiri trú og fylgja því til baka.“ Guðmundur mun einnig breyta sóknarleiknum aðeins fyrir leikina tvo og ætlar að prófa í það minnsta þrjú ný leikkerfi gegn Frökkunum. Guðmundur mun einnig spila 5/1 vörn með Ásgeir Örn fremstan þar sem Guðjón Valur spilar ekki vegna meiðsla. „Við erum að nýta þessa leiki til þess að læra á þá og einnig að sjálfsögðu að þróa okkar leik svo við séum með réttu svörin á móti þeim. Það er líka mikilvægt sálfræðilega að vinna þá svo við sjáum að þeir séu ekki ósigrandi.“ Margir vilja meina að þetta franska lið sem hingað er komið sé besta handboltalandslið sögunnar. Er Guðmundur sammála því? „Þetta er eitt besta lið sögunnar og það hefur engu öðru landsliði tekist að vinna alla stóru titlana í röð. Ég myndi segja að þetta lið og lið Sovétmanna á sínum tíma séu þau tvö landslið sem skari fram úr. Sovétmenn voru frábærir, vel þjálfaðir og með góðar leikaðferðir. Þetta eru líklega álíka lið en franska liðið hefur náð lengra.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira