Engin transfita 9. nóvember 2010 06:00 Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar