Einkabankar búa til lögeyri landsins 15. september 2010 06:00 Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun