Funda um fyrirkomulag viðræðnanna 31. maí 2010 11:56 Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Mynd/Daníel Rúnarsson Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hófu viðræður um myndun nýs meirihluta í borginni í gær og verður þeim framhaldið í dag. Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa og Samfylkingin þrjá, þannig að sameiginlega eru flokkarnir með níu af 15 borgarfulltrúum. Lítið hefur verið gefið upp um viðræðurnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson funda öðru hvoru megin við hádegið. Hópur fólks á vegum framboðanna fundar síðan um fyrirkomulag viðræðnanna í dag. Þar verður ákveðið hvort fólki verði skipt upp í vinnuhópa um einstök mál, eða hvort öll mál verði undir hjá einum viðræðuhópi. Ekki er reiknað með að viðræðum flokkanna ljúki í dag. Ný borgarstjórn tekur við fimmtán dögum eftir kjördag og því hafa flokkarnir nokkurn tíma til að ganga frá samkomulagi. Jón Gnarr sagði hins vegar í samtali við fréttastofuna í gær, að hann reiknaði með að meirihlutaviðræður tækju skamman tíma. Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Ef að samstarfinu verður tekur við borgarstjórn með rúman meirihluta, en slík borgarstjórn hefur ekki setið frá því á árunum 1990 til 1994, þegar Sjálfstæðismenn fengu tíu menn kjörna í borgarstjórn. Átta þarf til lágmarks meirihluta og náði Reykjavíkurlistinn aldrei að fá kjörna fleiri en átta borgarfulltrúa í þrennum kosningum. Samstarf Besta flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hefði enn rýmri meirihluta, eða ellefu borgarfulltrúa af fimmtán. Kosningar 2010 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hófu viðræður um myndun nýs meirihluta í borginni í gær og verður þeim framhaldið í dag. Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa og Samfylkingin þrjá, þannig að sameiginlega eru flokkarnir með níu af 15 borgarfulltrúum. Lítið hefur verið gefið upp um viðræðurnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson funda öðru hvoru megin við hádegið. Hópur fólks á vegum framboðanna fundar síðan um fyrirkomulag viðræðnanna í dag. Þar verður ákveðið hvort fólki verði skipt upp í vinnuhópa um einstök mál, eða hvort öll mál verði undir hjá einum viðræðuhópi. Ekki er reiknað með að viðræðum flokkanna ljúki í dag. Ný borgarstjórn tekur við fimmtán dögum eftir kjördag og því hafa flokkarnir nokkurn tíma til að ganga frá samkomulagi. Jón Gnarr sagði hins vegar í samtali við fréttastofuna í gær, að hann reiknaði með að meirihlutaviðræður tækju skamman tíma. Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Ef að samstarfinu verður tekur við borgarstjórn með rúman meirihluta, en slík borgarstjórn hefur ekki setið frá því á árunum 1990 til 1994, þegar Sjálfstæðismenn fengu tíu menn kjörna í borgarstjórn. Átta þarf til lágmarks meirihluta og náði Reykjavíkurlistinn aldrei að fá kjörna fleiri en átta borgarfulltrúa í þrennum kosningum. Samstarf Besta flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hefði enn rýmri meirihluta, eða ellefu borgarfulltrúa af fimmtán.
Kosningar 2010 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent