Vigdís Hauksdóttir: Styrkjum stoðir Alþingis Vigdís Hauksdóttir skrifar 20. apríl 2010 06:00 Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun