Umfjöllun: KR-ingar kláruðu Fjölnismenn undir lokin Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. október 2010 20:55 Mynd/Vilhelm KR sigraði Fjölni, 93-77, er liðin áttust við í fjórðu umferð Iceland-Express deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Ben Stywall áttu fyrstu sex stigin fyrir gestina og lét vita að hann væri mættur í Vesturbæinn á meðan að KR-ingar reyndu að vakna og byrja leikinn. Heimamenn voru ekki lengi að vakna og tóku fljótt leikinn í sínar hendur með Brynjar Þór Björnsson sjóðheitann fyrir utan en hann setti niður þriggja stiga körfurnar í röðum og bauð gestina velkomna í DHL-höllina. Gestirnir svöruðu þó og bæði lið börðust af mikilli grimmd. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 26-22. Baráttuglaðir Fjölnismenn gáfu heimamönnum ekkert eftir í öðrum leikhluta og áttu margar glæsilegar sóknir. Fjölnir komst svo loks yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan á upphafssekúndunum þegar að annar leikhluti var tæplega hálfnaður en staðan var þá, 35-37, Fjölni í vil. Heimamenn tóku leikhlé til að fara yfir stöðuna því þeir virust ekki hafa nein svör við þessari orku gestanna. Fjölnir leiddi í hálfleik 43-47 og ljóst að framundan var mikil barátta en heimamenn löbbuðu þungir á svip til búningsherbergja. Þungi svipurinn á heimamönnum var lengi úr andlitum þeirra en Fjölnismenn mættu með sömu baráttu og spilagleði út í síðari hlutann. KR-ingar komust loks í takt við leikinn á ný og leiddu fyrir loka leikhlutann með fjórum stigum, 64-60. Það kom að því að liðin skildust að en KR-ingar reyndust sterkari í fjórða leikhlutanum og silgdu sigrinum í land eftir ansi erfiðan róður í kvöld. Fjölnismenn gáfu lítið sem ekkert eftir allan leikinn en virtust því miður vera einu númeri minna en KR-ingarnir undir lok leiks og þurftu að horfa á eftir sigrinum til heimamanna eftir fína frammistöðu. Lokatölur í Vesturbænum, 93-77, og héldu því heimamenn sáttir heim á leið eftir hamborgara og sigur í DHL-höllinni. Í liði heimamanna var Finnur Atli Magnússon stigahæstur með 19 stig en í liði Fjölnis var það Ægir Þór Steinarsson með 14 stig. KR-Fjölnir 93-77,(26-22), (43-47), (64-60), (93-77) KR: Finnur Atli Magnússon 19/10 fráköst, Marcus Walker 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Fannar Ólafsson 8/8 fráköst, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 3/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Martin Hermannsson 2. Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 fráköst, Ben Stywall 10/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9, Trausti Eiríksson 8/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/5 fráköst, Sindri Kárason 5, Hjalti Vilhjálmsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Einar Þórmundsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
KR sigraði Fjölni, 93-77, er liðin áttust við í fjórðu umferð Iceland-Express deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Ben Stywall áttu fyrstu sex stigin fyrir gestina og lét vita að hann væri mættur í Vesturbæinn á meðan að KR-ingar reyndu að vakna og byrja leikinn. Heimamenn voru ekki lengi að vakna og tóku fljótt leikinn í sínar hendur með Brynjar Þór Björnsson sjóðheitann fyrir utan en hann setti niður þriggja stiga körfurnar í röðum og bauð gestina velkomna í DHL-höllina. Gestirnir svöruðu þó og bæði lið börðust af mikilli grimmd. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 26-22. Baráttuglaðir Fjölnismenn gáfu heimamönnum ekkert eftir í öðrum leikhluta og áttu margar glæsilegar sóknir. Fjölnir komst svo loks yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan á upphafssekúndunum þegar að annar leikhluti var tæplega hálfnaður en staðan var þá, 35-37, Fjölni í vil. Heimamenn tóku leikhlé til að fara yfir stöðuna því þeir virust ekki hafa nein svör við þessari orku gestanna. Fjölnir leiddi í hálfleik 43-47 og ljóst að framundan var mikil barátta en heimamenn löbbuðu þungir á svip til búningsherbergja. Þungi svipurinn á heimamönnum var lengi úr andlitum þeirra en Fjölnismenn mættu með sömu baráttu og spilagleði út í síðari hlutann. KR-ingar komust loks í takt við leikinn á ný og leiddu fyrir loka leikhlutann með fjórum stigum, 64-60. Það kom að því að liðin skildust að en KR-ingar reyndust sterkari í fjórða leikhlutanum og silgdu sigrinum í land eftir ansi erfiðan róður í kvöld. Fjölnismenn gáfu lítið sem ekkert eftir allan leikinn en virtust því miður vera einu númeri minna en KR-ingarnir undir lok leiks og þurftu að horfa á eftir sigrinum til heimamanna eftir fína frammistöðu. Lokatölur í Vesturbænum, 93-77, og héldu því heimamenn sáttir heim á leið eftir hamborgara og sigur í DHL-höllinni. Í liði heimamanna var Finnur Atli Magnússon stigahæstur með 19 stig en í liði Fjölnis var það Ægir Þór Steinarsson með 14 stig. KR-Fjölnir 93-77,(26-22), (43-47), (64-60), (93-77) KR: Finnur Atli Magnússon 19/10 fráköst, Marcus Walker 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Fannar Ólafsson 8/8 fráköst, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 3/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Martin Hermannsson 2. Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 fráköst, Ben Stywall 10/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9, Trausti Eiríksson 8/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/5 fráköst, Sindri Kárason 5, Hjalti Vilhjálmsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Einar Þórmundsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira