Möller-Mærsk leigir herskip til að verjast sjóræningjum 4. janúar 2010 08:48 Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira