Neftóbaksdós er talin 70 milljóna virði hjá Christie´s 28. nóvember 2010 10:56 Neftóbaksdós sem boðin verður upp hjá Christie´s í London á morgun er metin á rúmlega 70 milljónir kr. En þetta er ekki venjulega neftóbaksdós. Hún er smíðuð af Peter Carl Fabergé, skartgripasmiði Rússlandskeisaranna Alexander III og Nikulásar II. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að dósina hafi Fabergé smíðað eftir pöntun frá Nikulási II. Keisarinn notaði hana síðan sem jólagjöf til Turkhan Pasha í desember 1913 en Pasha var sendiherra Tyrklands við hirð Nikulás. Neftóbaksdósin er 7,6 sinnum 5,7 sentimetrar að stærð en hana prýðir mynd af keisaranum sem umkringd er litlum demöntum. Í gegnum árin gaf Nikulás II slíkar dósir til frammámanna í Rússlandi og erlendra ráðamanna. Það sem er sérstakt við þessa dós er að hún var aðeins smíðuð í 19 eintökum svo vitað sé. Þar með er hún sjaldgæfari en gullegg Fabergé en hann smíðaði 50 eintök af þeim. Dósin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1919 en mikill áhugi mun vera fyrir henni meðal Fabergé safnara víða um heiminn. Börsen.dk lætur þess getið að danska konungsfjölskyldan eigi myndarlegt safn af verkum Fabergé en hann var að hálfu af dönskum ættum. Safn þetta komst í eigu fjölskyldunnar gegnum keisaraynjuna Dagmar sem var móðir Nikulásar II. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Neftóbaksdós sem boðin verður upp hjá Christie´s í London á morgun er metin á rúmlega 70 milljónir kr. En þetta er ekki venjulega neftóbaksdós. Hún er smíðuð af Peter Carl Fabergé, skartgripasmiði Rússlandskeisaranna Alexander III og Nikulásar II. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að dósina hafi Fabergé smíðað eftir pöntun frá Nikulási II. Keisarinn notaði hana síðan sem jólagjöf til Turkhan Pasha í desember 1913 en Pasha var sendiherra Tyrklands við hirð Nikulás. Neftóbaksdósin er 7,6 sinnum 5,7 sentimetrar að stærð en hana prýðir mynd af keisaranum sem umkringd er litlum demöntum. Í gegnum árin gaf Nikulás II slíkar dósir til frammámanna í Rússlandi og erlendra ráðamanna. Það sem er sérstakt við þessa dós er að hún var aðeins smíðuð í 19 eintökum svo vitað sé. Þar með er hún sjaldgæfari en gullegg Fabergé en hann smíðaði 50 eintök af þeim. Dósin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1919 en mikill áhugi mun vera fyrir henni meðal Fabergé safnara víða um heiminn. Börsen.dk lætur þess getið að danska konungsfjölskyldan eigi myndarlegt safn af verkum Fabergé en hann var að hálfu af dönskum ættum. Safn þetta komst í eigu fjölskyldunnar gegnum keisaraynjuna Dagmar sem var móðir Nikulásar II.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira