Tekjur dánarbús Jacksons nema milljarði dollara 22. júní 2010 07:10 Óhætt er að segja að erfingjar Michael Jacksons hafi grætt á tá og fingri frá því að poppkóngurinn lést fyrir ári síðan. Samkvæmt yfirliti sem tónlistartímaritið Billboard hefur unnið námu tekjur dánarbús Jacksons á þessu ári um einum milljarði dollara eða rúmlega 127 milljörðum króna. Þetta er um helmingi hærri upphæð en Jackson skuldaði þegar hann lést. Tekjur dánarbúsins eru einkum höfundarrétturinn af tónlist Jackson sem og sala á ýmsum varningi tengdum nafni hans. Erfingjar Jackson njóta góðs af hinu góða gengi poppkóngsins eftir andlátið en erfingjarnir eru móðir hans hin áttræða Katherine og börnin þrjú ásamt tveimur góðgerðarsamtökum. Dánarbúið hefur svo her á lögmönnum í sinni þjónustu sem standa að innheimtunni og passa upp á að engu sé stolið hvað varðar höfundarréttinn. Í tilefni af því að ár er liðið frá andláti Jackson verður minningarathöfn haldin um næstu helgi við Forest Lawn kirkjugarðinn í Los Angeles þar sem poppkóngurinn liggur grafinn. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Óhætt er að segja að erfingjar Michael Jacksons hafi grætt á tá og fingri frá því að poppkóngurinn lést fyrir ári síðan. Samkvæmt yfirliti sem tónlistartímaritið Billboard hefur unnið námu tekjur dánarbús Jacksons á þessu ári um einum milljarði dollara eða rúmlega 127 milljörðum króna. Þetta er um helmingi hærri upphæð en Jackson skuldaði þegar hann lést. Tekjur dánarbúsins eru einkum höfundarrétturinn af tónlist Jackson sem og sala á ýmsum varningi tengdum nafni hans. Erfingjar Jackson njóta góðs af hinu góða gengi poppkóngsins eftir andlátið en erfingjarnir eru móðir hans hin áttræða Katherine og börnin þrjú ásamt tveimur góðgerðarsamtökum. Dánarbúið hefur svo her á lögmönnum í sinni þjónustu sem standa að innheimtunni og passa upp á að engu sé stolið hvað varðar höfundarréttinn. Í tilefni af því að ár er liðið frá andláti Jackson verður minningarathöfn haldin um næstu helgi við Forest Lawn kirkjugarðinn í Los Angeles þar sem poppkóngurinn liggur grafinn.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira