Forsetinn og fjárfesting Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. desember 2010 03:00 Ólafur Ragnar Grímsson hefur undanfarið ár verið á við margar ríkisstjórnir í kynningu á málstað Íslands erlendis. Ólafur Ragnar lét nýverið hafa eftir sér í viðtali við The Banker að Íslendingar kæmust af án erlendrar fjárfestingar. Nokkrir spekingar sem einhverra hluta vegna hafa látið kynningarstarf forsetans fara í taugarnar á sér sáu sér leik á borði. Þarna virtist komið kjörið tækifæri til að sýna að forsetinn væri heimóttarlegur og óraunsær. Komið var nýtt tilefni til að koma með yfirlætislegar yfirlýsingar um að við getum nú ekki lokað landinu og farið aftur í torfkofana og allt þetta dæmalausa frasarugl. Hver var boðskapurinn? Í fyrsta lagi voru skilaboðin ekki þau að erlend fjárfesting væri alltaf slæm heldur miklu frekar að Íslendingar gætu bjargað sér sjálfir ef svo bæri undir. Þetta eru æskileg skilaboð vilji menn auka á viðskipti við útlönd enda ekki eftirsótt að eiga viðskipti við þá sem eru á vonarvöl (nema af hálfu þeirra sem vilja nýta sér neyðina). En málið minnir einnig á nokkuð sem oft vill gleymast í umræðu um erlenda fjárfestingu, nefnilega það að hagfræðilega er erlend fjárfesting sama eðlis og erlend lántaka. Meira út en inn Þegar útlendingar kaupa íslensk hlutabréf eða ráðast sjálfir í framkvæmdir hér á landi er ætlunin sú að þeir fái á endanum meira til baka en þeir lögðu fram, þ.e. taki á endanum hærri upphæð út úr hagkerfinu en þeir settu inn í það. -Helst töluvert hærri upphæð því annars hefði viðkomandi einfaldlega lagt peningana inn á öruggan vaxtareikning. Fólki hættir til að ímynda sér að erlend fjárfesting valdi hreinu innstreymi fjármagns í hagkerfið en sú er ekki raunin. Þó geta fylgt kostir Hins vegar er erlend fjárfesting mikilvæg í bland vegna þess að henni fylgir oft sérfræðiþekking og bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir. Auk þess er stundum skortur á fólki eða fyrirtækjum sem eru til í að leggja fram áhættufé og æskilegt getur verið að deila áhættu með útlendingum. Þegar vel gengur skapast störf í landinu og ríkið fær skatttekjur en fjárfestirinn hirðir hagnaðinn. Það væri til dæmis óskandi að álverin væru í eigu Íslendinga þegar þau skila miklum hagnaði sem streymir út úr landinu til erlendra eigenda. Spurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar hafi verið fjárhagslega og tæknilega í stakk búnir til að reisa eigin álver og bera alla áhættuna. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem við takmörkum erlenda fjárfestingu í grundvallarauðlindum landsins. Þjóðir sem missa yfirráð yfir auðlindum og framleiðsluþáttum sínum til erlendra fjárfesta verða af stórum hluta verðmætasköpunarinnar og verða öðrum háðar. Hvers erum við mengnug nú? Þá komum við aftur að þeirri skoðun forsetans að hér sé nægt fjármagn til uppbyggingar. Það er rétt að ótrúlega mikið íslenskt fjármagn liggur aðgerðalaust á bankareikningum og ávaxtast á kostnað ríkisins, líklega hátt í 2.000 milljarðar. Ef ríkisvaldið skapar þær aðstæður að fólk sjái sér aftur hag í að fjárfesta í stað þess að láta fjármagnið liggja óhreift má skapa mikla atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þessum peningum. Í bland væri þó æskilegt að útlendingar með sérþekkingu á ólíkum sviðum sæju sér hag í að fjárfesta hér í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Því miður hefur stefna stjórnvalda hins vegar verið þveröfug. Háir vextir hafa verið greiddir fyrir að halda fjármagni úr umferð, skattar hækkaðir, ýmsir öfugir hvatar innleiddir og útlendingar fældir burt með óstöðugu stjórnarfari. Það er mikil synd því að hér voru á margan hátt að skapast kjöraðstæður fyrir fjárfestingu. Tækifærin og hætturnar Ef við snúum dæminu við getur getur Ísland fljótt orðið að landi tækifæranna. Eins og forsetinn benti óbeint á verðum við þó að muna að erlend fjárfesting er ekki ókeypis peningur. Erlend fjárfesting til að skapa verðmæti er góð en innlend fjárfesting er betri (ef hún gefur sama arð). Hér er allt til reiðu. Það að ætla að skuldsetja ríkið í von um að þannig streymi inn erlent fjármagn, eins og sumir af gagnrýnendum forsetans virðast telja vænlegt, er hins vegar stórhættulegt. Gengdarlaus erlend skuldsetning ríkis um leið og kerfinu er haldið gangandi með erlendri fjárfestingu er uppskriftin að arðrændu þriðjaheimsríki. Þetta er í raun sáraeinfalt. Það á að reka ríki eins og gott bú. Það getur borgað sig að taka lán til að kaupa dráttarvél en við seljum ekki frá okkur mjólkurkýrnar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skapa verðmæti og eyða ekki meiru en aflað er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur undanfarið ár verið á við margar ríkisstjórnir í kynningu á málstað Íslands erlendis. Ólafur Ragnar lét nýverið hafa eftir sér í viðtali við The Banker að Íslendingar kæmust af án erlendrar fjárfestingar. Nokkrir spekingar sem einhverra hluta vegna hafa látið kynningarstarf forsetans fara í taugarnar á sér sáu sér leik á borði. Þarna virtist komið kjörið tækifæri til að sýna að forsetinn væri heimóttarlegur og óraunsær. Komið var nýtt tilefni til að koma með yfirlætislegar yfirlýsingar um að við getum nú ekki lokað landinu og farið aftur í torfkofana og allt þetta dæmalausa frasarugl. Hver var boðskapurinn? Í fyrsta lagi voru skilaboðin ekki þau að erlend fjárfesting væri alltaf slæm heldur miklu frekar að Íslendingar gætu bjargað sér sjálfir ef svo bæri undir. Þetta eru æskileg skilaboð vilji menn auka á viðskipti við útlönd enda ekki eftirsótt að eiga viðskipti við þá sem eru á vonarvöl (nema af hálfu þeirra sem vilja nýta sér neyðina). En málið minnir einnig á nokkuð sem oft vill gleymast í umræðu um erlenda fjárfestingu, nefnilega það að hagfræðilega er erlend fjárfesting sama eðlis og erlend lántaka. Meira út en inn Þegar útlendingar kaupa íslensk hlutabréf eða ráðast sjálfir í framkvæmdir hér á landi er ætlunin sú að þeir fái á endanum meira til baka en þeir lögðu fram, þ.e. taki á endanum hærri upphæð út úr hagkerfinu en þeir settu inn í það. -Helst töluvert hærri upphæð því annars hefði viðkomandi einfaldlega lagt peningana inn á öruggan vaxtareikning. Fólki hættir til að ímynda sér að erlend fjárfesting valdi hreinu innstreymi fjármagns í hagkerfið en sú er ekki raunin. Þó geta fylgt kostir Hins vegar er erlend fjárfesting mikilvæg í bland vegna þess að henni fylgir oft sérfræðiþekking og bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir. Auk þess er stundum skortur á fólki eða fyrirtækjum sem eru til í að leggja fram áhættufé og æskilegt getur verið að deila áhættu með útlendingum. Þegar vel gengur skapast störf í landinu og ríkið fær skatttekjur en fjárfestirinn hirðir hagnaðinn. Það væri til dæmis óskandi að álverin væru í eigu Íslendinga þegar þau skila miklum hagnaði sem streymir út úr landinu til erlendra eigenda. Spurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar hafi verið fjárhagslega og tæknilega í stakk búnir til að reisa eigin álver og bera alla áhættuna. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem við takmörkum erlenda fjárfestingu í grundvallarauðlindum landsins. Þjóðir sem missa yfirráð yfir auðlindum og framleiðsluþáttum sínum til erlendra fjárfesta verða af stórum hluta verðmætasköpunarinnar og verða öðrum háðar. Hvers erum við mengnug nú? Þá komum við aftur að þeirri skoðun forsetans að hér sé nægt fjármagn til uppbyggingar. Það er rétt að ótrúlega mikið íslenskt fjármagn liggur aðgerðalaust á bankareikningum og ávaxtast á kostnað ríkisins, líklega hátt í 2.000 milljarðar. Ef ríkisvaldið skapar þær aðstæður að fólk sjái sér aftur hag í að fjárfesta í stað þess að láta fjármagnið liggja óhreift má skapa mikla atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þessum peningum. Í bland væri þó æskilegt að útlendingar með sérþekkingu á ólíkum sviðum sæju sér hag í að fjárfesta hér í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Því miður hefur stefna stjórnvalda hins vegar verið þveröfug. Háir vextir hafa verið greiddir fyrir að halda fjármagni úr umferð, skattar hækkaðir, ýmsir öfugir hvatar innleiddir og útlendingar fældir burt með óstöðugu stjórnarfari. Það er mikil synd því að hér voru á margan hátt að skapast kjöraðstæður fyrir fjárfestingu. Tækifærin og hætturnar Ef við snúum dæminu við getur getur Ísland fljótt orðið að landi tækifæranna. Eins og forsetinn benti óbeint á verðum við þó að muna að erlend fjárfesting er ekki ókeypis peningur. Erlend fjárfesting til að skapa verðmæti er góð en innlend fjárfesting er betri (ef hún gefur sama arð). Hér er allt til reiðu. Það að ætla að skuldsetja ríkið í von um að þannig streymi inn erlent fjármagn, eins og sumir af gagnrýnendum forsetans virðast telja vænlegt, er hins vegar stórhættulegt. Gengdarlaus erlend skuldsetning ríkis um leið og kerfinu er haldið gangandi með erlendri fjárfestingu er uppskriftin að arðrændu þriðjaheimsríki. Þetta er í raun sáraeinfalt. Það á að reka ríki eins og gott bú. Það getur borgað sig að taka lán til að kaupa dráttarvél en við seljum ekki frá okkur mjólkurkýrnar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skapa verðmæti og eyða ekki meiru en aflað er.
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar