Allir flokkarnir tapa fylgi 31. maí 2010 06:00 Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“