Verðlausar bónusgreiðslur orðnar 645 milljarða virði 25. febrúar 2010 13:32 Bónusgreiðslur í formi eitraðra skulda (toxic debts) sem starfsmenn Credit Suisse fengu sem refsingu fyrir slæmar fjárfestingar hafa rokið upp í verði. Bónusgreiðslur þessar eru nú metnar á 5 milljarða dollara eða um 645 milljarða kr. Í frétt um málið á BBC segir að Credit Susisse hafi tapað 7 milljörðum dollara á síðasta ári, að hluta til vegna ákvarðana best launuðu starfsmanna bankans í fjárfestingum. Stjórn bankans ákvað því í fyrra að greiða þessum starfsmönnum bónusa í formi fyrrgreindra skulda til að kenna þeim lexíu. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að „bónusgreiðslur" þessar hafa vaxið í verðmæti um 72%, það er mun meir en þær fjárfestingar sem þóttu öruggari. Skuldirnar sem um ræðir eru í formi flókinna fjármálagerninga þar sem undirliggjandi eignir eru m.a. verslunarmiðstöð í Japan, stórmarkaðakeðja í Bandaríkjunum og aðrar fasteignir sem höfðu hrapað í verði. Í hámarki fjármálakreppunnar fyrir ári síðan töldu margir að þessir fjármálagerningar væru orðnir verðlausir. Stjórn Credit Suisse taldi því réttast að deila þeim út sem bónusgreiðslum til þeirra starfsmanna sem virtust hafa tekið rangar ákvarðanir. Eftir að fjármálamarkaðir fóru að braggast á fyrrihluta síðasta árs kom í ljós að þessar skuldir voru ekki eins eitraðar og talið var í fyrstu. Eins og fyrr segir hefur verðmæti þeirra aukist um 72% á einu ári en til samanburðar hafa hlutir í Credit Suisse hækkað um 60% á sama tíma. Starfsmenn bankans munu síður en svo óhamingjusamir með þróun mála enda telja margir þeirra sig eiga þetta fyllilega skilið. Credit Suisse er aftur farinn að skila öruggum hagnaði og ólíkt höfuðkeppinautinum UBS þurfti bankinn ekki aðstoð frá svissneskum stjórnvöldum. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bónusgreiðslur í formi eitraðra skulda (toxic debts) sem starfsmenn Credit Suisse fengu sem refsingu fyrir slæmar fjárfestingar hafa rokið upp í verði. Bónusgreiðslur þessar eru nú metnar á 5 milljarða dollara eða um 645 milljarða kr. Í frétt um málið á BBC segir að Credit Susisse hafi tapað 7 milljörðum dollara á síðasta ári, að hluta til vegna ákvarðana best launuðu starfsmanna bankans í fjárfestingum. Stjórn bankans ákvað því í fyrra að greiða þessum starfsmönnum bónusa í formi fyrrgreindra skulda til að kenna þeim lexíu. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að „bónusgreiðslur" þessar hafa vaxið í verðmæti um 72%, það er mun meir en þær fjárfestingar sem þóttu öruggari. Skuldirnar sem um ræðir eru í formi flókinna fjármálagerninga þar sem undirliggjandi eignir eru m.a. verslunarmiðstöð í Japan, stórmarkaðakeðja í Bandaríkjunum og aðrar fasteignir sem höfðu hrapað í verði. Í hámarki fjármálakreppunnar fyrir ári síðan töldu margir að þessir fjármálagerningar væru orðnir verðlausir. Stjórn Credit Suisse taldi því réttast að deila þeim út sem bónusgreiðslum til þeirra starfsmanna sem virtust hafa tekið rangar ákvarðanir. Eftir að fjármálamarkaðir fóru að braggast á fyrrihluta síðasta árs kom í ljós að þessar skuldir voru ekki eins eitraðar og talið var í fyrstu. Eins og fyrr segir hefur verðmæti þeirra aukist um 72% á einu ári en til samanburðar hafa hlutir í Credit Suisse hækkað um 60% á sama tíma. Starfsmenn bankans munu síður en svo óhamingjusamir með þróun mála enda telja margir þeirra sig eiga þetta fyllilega skilið. Credit Suisse er aftur farinn að skila öruggum hagnaði og ólíkt höfuðkeppinautinum UBS þurfti bankinn ekki aðstoð frá svissneskum stjórnvöldum.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira