Undarleg vinnubrögð Alþýðuflokksins heitins og Samfylkingarinnar nú Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. nóvember 2010 16:49 Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar