Stelpurnar okkar töpuðu með tíu marka mun í fyrsta leik 7. desember 2010 18:15 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Ole Nielsen Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppni stórmóts með tíu marka mun fyrir Króatíu í kvöld. Lokatölur urðu 25-35. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna að neðan. Ísland - Króatía 25-35 (12-19) Mörk Íslands (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/2 (9/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2/2 (5/3), Arna Sif Pálsdóttir 1 (1), Rut Jónsdóttir 1 (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (2), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1 (10).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 5 (16/2, 31%), Berglind Íris Hansdóttir 5 (29/4, 17%).Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Hanna Guðrún 2, Karen 1).Fiskuð víti: 5 (Anna Úrsúla 3, Karen 1, Rut 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Króatíu (skot): Kristina Franic 9/6 (13/6), Lidija Horvat 6 (9), Dijana Golubic 3 (4), Andrea Penezic 3 (5), Maja Zebic 3 (5), Martina Pavic 2 (2), Dina Havic 2 (2), Miranda Tatari 2 (3), Nikica Pusic 2 (3), Andrea Seric 1 (1), Vesna Milanovic-Litre 1 (1), Nina Jukopila 1 (1), Anita Gace (1), Zana Covic (1).Varin skot: Ivana Jelcic 9/1 (22/4, 41%), Jelena Grubisic 6 (18/1, 33%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Golubic 2, Seric 1, Horvat 1, Franic 1, Penezic 1, Milanovic-Litre 1).Fiskuð víti: 5 (Milanovic-Litre 2, Tatari 1, Pavic 1, Horvat 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Slomo Cohen og Yoram Peretz, Ísrael. 60 mín, leik lokið: Ísland - Króatía 25-35. Tíu marka tap í fyrsta leik staðreynd. 58 mín: Staðan 24-34. Tíu marka munur þegar tvær mínútur eru eftir. 54 mín: 22-31. Löngu orðið ljóst að Króatía fer með bæði stigin úr þessum leik. Vonum bara að íslenska liðið nái eitthvað að laga stöðuna á lokamínútunum. 51 mín: 21-30. Það verður að segjast eins og er að varnarleikurinni og markvarslan hjá íslenska liðinu í kvöld hefur ollið gríðarlegum vonbrigðum. Þorgerður Anna hefur þó komið með jákvæða punkta og er komin með þrjú mörk. 49 mín: Staðan 20-29. Þorgerður Anna Atladóttir komið sterk inn og skorað tvö mörk. Efnilegur leikmaður þar á ferð. Króatía enn með leikinn algjörlega í sínum höndum. 43 mín: 17-26. Harpa Sif Eyjólfsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir eru komnar á blað. Hrafnhildur komin með eitt mark úr tíu skottilraunum. 37 mín: 13-23. Stelpurnar mega ekki hengja haus þó staðan sé orðin ansi hreint svört. Munurinn kominn í tíu mörk. 33 mín: 13-21. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fyrsta mark Íslands í seinni hálfleik. Er nú komin með þrjú mörk úr þremur skotum. 30 mín, hálfleikur: Ísland - Króatía 12-19. Fyrri hálfleik er lokið í Árósum og Króatía með vænlega forystu sem telur sjö mörk.Mörk Íslands (skot):Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3 (5) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (2). Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3) Rakel Dögg Bragadóttir 2/2 (5/3) Arna Sif Pálsdóttir 1 (1) Rut Jónsdóttir 1 (1) Karen Knútsdóttir 1 (2) Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 0 (5)Varin skot:Íris Björk Símonardóttir 4 (13/1, 31%) Berglind Íris Hansdóttir 2 (12/1, 17%) Markahæstar hjá Króatíu:Kristina Franic 4 Andrea Penezic 3 Dijana Golubic 327 mín: Staðan 11-17, Króatía með örugga forystu. Varnarleikurinn hefur ekki verið nægilega sannfærandi hjá Íslandi og króatíska liðið er nú komið sex mörkum yfir.21 mín: 9-12. Það eru aðallega hraðaupphlaupin hjá Króatíu sem hafa verið að fara illa með íslenska liðið. Mörg mistök í sóknarleiknum sem hafa gefið Króatíu tækifæri til að skora. Einnig hefur vantað markvörslu. Hrafnhildur Skúladóttir er komin með fimm skot en ekkert mark. En það getur ýmislegt breyst... Króatía hefur verið að halda þessum 3-4 mörkum í forskot.18 mín: 7-10. Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram, og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni, eru báðar komnar á blað. Hanna með tvö mörk í röð. Íris Björk Símonardóttir er komin í markið hjá Íslandi. Varnarleikurinn verið dapur síðustu mínútur.14 mín: Staðan 4-7. Berglind Hansdóttir í markinu virðist vera að komast í gang og er komin með tvö skot varin með stuttu millibili. Fimm af mörkum Króatíu hafa komið úr hraðaupphlaupum. Anna Úrsúla komin með tvö mörk.11 mín: Fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir skoraði annað mark Íslands úr vítakasti og Anna Úrsúla minnkaði svo muninn enn frekar. Markvörður Króatíu er komin með fimm skot varin. Staðan 3-5.7 mín: Staðan orðin 1-5. Það virðist sem íslenska liðið sé yfirspennt. Flestar sóknirnar hafa farið algjörlega í vaskinn. Slæm byrjun.4 mín: Króatíska liðið svarar með tveimur mörkum og er komið yfir 1-2.2 mín: Karen Knútsdóttir kom Íslandi yfir 1-0. Sögulegt mark. Fyrsta mark íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti.19:15 Búið er að leika þjóðsöngvana og allt til reiðu. Það er ansi fámennt í áhorfendastúkunni en þó gríðarlega góðmennt. Það má sjá nokkra íslenska fána í stúkunni.19:08 Íslenska liðið leikur í hvítum búningum í kvöld.19:05 Af þeim þremur liðum sem eru með íslensku stelpunum í riðli er Króatía fyrirfram talið það veikasta. Svartfjallaland vann Rússland í hinum leik riðilsins áðan.19:00 Leikmenn eru nú að hita upp og einbeitingin skín úr hverju andliti. Vonandi fáum við hörkuspennandi og skemmtilegan leik, sem endar með íslenskum sigri. Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppni stórmóts með tíu marka mun fyrir Króatíu í kvöld. Lokatölur urðu 25-35. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna að neðan. Ísland - Króatía 25-35 (12-19) Mörk Íslands (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/2 (9/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2/2 (5/3), Arna Sif Pálsdóttir 1 (1), Rut Jónsdóttir 1 (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (2), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1 (10).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 5 (16/2, 31%), Berglind Íris Hansdóttir 5 (29/4, 17%).Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Hanna Guðrún 2, Karen 1).Fiskuð víti: 5 (Anna Úrsúla 3, Karen 1, Rut 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Króatíu (skot): Kristina Franic 9/6 (13/6), Lidija Horvat 6 (9), Dijana Golubic 3 (4), Andrea Penezic 3 (5), Maja Zebic 3 (5), Martina Pavic 2 (2), Dina Havic 2 (2), Miranda Tatari 2 (3), Nikica Pusic 2 (3), Andrea Seric 1 (1), Vesna Milanovic-Litre 1 (1), Nina Jukopila 1 (1), Anita Gace (1), Zana Covic (1).Varin skot: Ivana Jelcic 9/1 (22/4, 41%), Jelena Grubisic 6 (18/1, 33%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Golubic 2, Seric 1, Horvat 1, Franic 1, Penezic 1, Milanovic-Litre 1).Fiskuð víti: 5 (Milanovic-Litre 2, Tatari 1, Pavic 1, Horvat 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Slomo Cohen og Yoram Peretz, Ísrael. 60 mín, leik lokið: Ísland - Króatía 25-35. Tíu marka tap í fyrsta leik staðreynd. 58 mín: Staðan 24-34. Tíu marka munur þegar tvær mínútur eru eftir. 54 mín: 22-31. Löngu orðið ljóst að Króatía fer með bæði stigin úr þessum leik. Vonum bara að íslenska liðið nái eitthvað að laga stöðuna á lokamínútunum. 51 mín: 21-30. Það verður að segjast eins og er að varnarleikurinni og markvarslan hjá íslenska liðinu í kvöld hefur ollið gríðarlegum vonbrigðum. Þorgerður Anna hefur þó komið með jákvæða punkta og er komin með þrjú mörk. 49 mín: Staðan 20-29. Þorgerður Anna Atladóttir komið sterk inn og skorað tvö mörk. Efnilegur leikmaður þar á ferð. Króatía enn með leikinn algjörlega í sínum höndum. 43 mín: 17-26. Harpa Sif Eyjólfsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir eru komnar á blað. Hrafnhildur komin með eitt mark úr tíu skottilraunum. 37 mín: 13-23. Stelpurnar mega ekki hengja haus þó staðan sé orðin ansi hreint svört. Munurinn kominn í tíu mörk. 33 mín: 13-21. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fyrsta mark Íslands í seinni hálfleik. Er nú komin með þrjú mörk úr þremur skotum. 30 mín, hálfleikur: Ísland - Króatía 12-19. Fyrri hálfleik er lokið í Árósum og Króatía með vænlega forystu sem telur sjö mörk.Mörk Íslands (skot):Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3 (5) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (2). Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3) Rakel Dögg Bragadóttir 2/2 (5/3) Arna Sif Pálsdóttir 1 (1) Rut Jónsdóttir 1 (1) Karen Knútsdóttir 1 (2) Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 0 (5)Varin skot:Íris Björk Símonardóttir 4 (13/1, 31%) Berglind Íris Hansdóttir 2 (12/1, 17%) Markahæstar hjá Króatíu:Kristina Franic 4 Andrea Penezic 3 Dijana Golubic 327 mín: Staðan 11-17, Króatía með örugga forystu. Varnarleikurinn hefur ekki verið nægilega sannfærandi hjá Íslandi og króatíska liðið er nú komið sex mörkum yfir.21 mín: 9-12. Það eru aðallega hraðaupphlaupin hjá Króatíu sem hafa verið að fara illa með íslenska liðið. Mörg mistök í sóknarleiknum sem hafa gefið Króatíu tækifæri til að skora. Einnig hefur vantað markvörslu. Hrafnhildur Skúladóttir er komin með fimm skot en ekkert mark. En það getur ýmislegt breyst... Króatía hefur verið að halda þessum 3-4 mörkum í forskot.18 mín: 7-10. Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram, og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni, eru báðar komnar á blað. Hanna með tvö mörk í röð. Íris Björk Símonardóttir er komin í markið hjá Íslandi. Varnarleikurinn verið dapur síðustu mínútur.14 mín: Staðan 4-7. Berglind Hansdóttir í markinu virðist vera að komast í gang og er komin með tvö skot varin með stuttu millibili. Fimm af mörkum Króatíu hafa komið úr hraðaupphlaupum. Anna Úrsúla komin með tvö mörk.11 mín: Fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir skoraði annað mark Íslands úr vítakasti og Anna Úrsúla minnkaði svo muninn enn frekar. Markvörður Króatíu er komin með fimm skot varin. Staðan 3-5.7 mín: Staðan orðin 1-5. Það virðist sem íslenska liðið sé yfirspennt. Flestar sóknirnar hafa farið algjörlega í vaskinn. Slæm byrjun.4 mín: Króatíska liðið svarar með tveimur mörkum og er komið yfir 1-2.2 mín: Karen Knútsdóttir kom Íslandi yfir 1-0. Sögulegt mark. Fyrsta mark íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti.19:15 Búið er að leika þjóðsöngvana og allt til reiðu. Það er ansi fámennt í áhorfendastúkunni en þó gríðarlega góðmennt. Það má sjá nokkra íslenska fána í stúkunni.19:08 Íslenska liðið leikur í hvítum búningum í kvöld.19:05 Af þeim þremur liðum sem eru með íslensku stelpunum í riðli er Króatía fyrirfram talið það veikasta. Svartfjallaland vann Rússland í hinum leik riðilsins áðan.19:00 Leikmenn eru nú að hita upp og einbeitingin skín úr hverju andliti. Vonandi fáum við hörkuspennandi og skemmtilegan leik, sem endar með íslenskum sigri.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira