Fótbolti

The Sun kallar Alfreð hinn nýja Eið Smára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Blikinn Alfreð Finnbogason er í viðtali við breska slúðurblaðið The Sun í dag vegna Evrópuleiks Blika og Motherwell sem fer fram á morgun. Þar er Alfreð kallaður hinn nýi Eiður Smári og talað um skoskan bakgrunn Alfreðs en hann bjó um tíma í Edinborg.

"Skotland á sérstakan sess í hjarta mínu og það verður frábært að koma aftur þangað. Ég flutti til Edinborgar þegar ég var níu ára og átti heima þar í tvö ár. Pabbi minn var að læra þar og ég naut tímans í Skotlandi," sagði Alfreð við The Sun.

"Ég spilaði með Hutchison Vale og við virtumst vinna allt. Pabbi fór síðan með mig á völlinn þar sem ég sá Hearts og Hibs spila. Ég studdi Hibs en Henrik Larsson var hetjan mín. Ég elskaði að horfa á hann, hann var ótrúlegur hjá Celtic."

Alfreð er sagður eiga bjarta framtíð fyrir sér í blaðinu og sjálfur segist hann vilja feta í fótspor Eiðs Smára.

"Eiður er fyrirmynd fyrir alla unga leikmenn á Íslandi. Ég lít upp til hans. Hann hefur spilað með frábærum liðum og er heimsklassaleikmaður. Það verður erfitt að ná álíka árangri og hann en ég myndi elska að ná sama árangri og hann.

Hægt er að lesa viðtalið við Alfreð í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×