Rooney í ham en Real Madrid úr leik Elvar Geir Magnússon skrifar 10. mars 2010 18:49 Wayne Rooney skoraði þrjú skallamörk í einvíginu gegn AC Milan. Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira