Íslenskt mál og íslensk fyndni 18. ágúst 2010 06:00 Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur. Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skiptar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst. Frjálshyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun" tungunnar - markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskipan - og framburður séu í samræmi við reglur málsins, málfræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar. En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lærdóm og víðsýni. Í öðru lagi veldur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins. Er áberandi þekkingarleysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt - og er þar um að ræða tískufyrirbæri: það er töff að sletta. Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orðlist stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóðagerð og vísnasöng svo og í auglýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug. En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarnar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brottfall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] - og hljóðrof og tafs er orðið algengt - og þykir fínt. En svo ég víki aftur að upphafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóðum, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frændur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl. Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsframburð aðskota í málinu. Raddaður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnámsmanna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra innflytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetning ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið. Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðarins ræðst því ekki af stafsetningu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa. Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur. Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skiptar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst. Frjálshyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun" tungunnar - markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskipan - og framburður séu í samræmi við reglur málsins, málfræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar. En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lærdóm og víðsýni. Í öðru lagi veldur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins. Er áberandi þekkingarleysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt - og er þar um að ræða tískufyrirbæri: það er töff að sletta. Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orðlist stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóðagerð og vísnasöng svo og í auglýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug. En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarnar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brottfall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] - og hljóðrof og tafs er orðið algengt - og þykir fínt. En svo ég víki aftur að upphafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóðum, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frændur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl. Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsframburð aðskota í málinu. Raddaður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnámsmanna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra innflytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetning ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið. Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðarins ræðst því ekki af stafsetningu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa. Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun