Umfjöllun: Hlynur fór á kostum í sigri Snæfells Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2010 17:37 Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorsteinsson í baráttunni. Mynd/Daníel Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2. Dominos-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum