Frakkaleikirnir fara ekki fram í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2010 14:00 Íslenska handboltalandsliðið fagnar bronsinu á EM í Austurríki. Mynd/DIENER Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira