Heilsugæslan er framtíðin Eygló Harðardóttir skrifar 14. desember 2010 00:01 Íslendingar hafa löngum verið stoltir af öflugu velferðarkerfi og flaggskip þess hefur verið heilbrigðisþjónustan. Langlífi Íslendinga, lág dánartíðni nýbura, og árangur í meðferð krabbameins eru meðal þess sem bera henni gott vitni. Framsóknarmenn eru hreyknir af því að hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í heilbrigðisráðuneytinu um árabil. Við núverandi aðstæður hriktir hinsvegar í stoðum velferðarinnar. Miklar kröfur eru gerðar um hagræðingu og niðurskurð og er heilbrigðiskerfið þar ekki undanskilið. Vilji menn hins vegar reyna að hagræða að einhverju ráði er nauðsynlegt að hverfa frá hinum hefðbundna flata niðurskurði og hugsa kerfið upp á nýtt. Ódýrasta heilbrigðisþjónustan er veitt á heilsugæslunni, en sú dýrasta á hátæknisjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri. Því þarf að efla heilsugæsluna. Ein helsta hindrunin við að byggja upp heilsugæsluna er skortur á heimilislæknum. Þessi skortur kemur í veg fyrir að hægt sé að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, að danskri fyrirmynd, sem hvetur sjúklinga til að leita fyrst í þá heilbrigðisþjónustu sem ódýrust er fyrir samfélagið. Skortur á heimilislæknum og kostnaður við menntun þeirra hefur hvatt margar þjóðir til að leita annarra leiða til að sinna heilsugæslunni og þannig er ekki óalgengt í Bretlandi og Bandaríkjunum að undir stjórn lækna starfi aðstoðarmenn sem sinna ýmsum einfaldari læknisverkum. Í Svíþjóð og víðar eru starfandi hjúkrunarfræðingar sem hafa leyfi til að greina algenga sjúkdóma, ávísa lyfjum og panta rannsóknir. Hér á landi eru þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar sem slíka sérmenntun, en án lagaheimilda til að sinna þessum verkefnum. Til að efla heilsugæsluna og hagræða án þess að fórna velferðinni þarf að auka samstarf og samvinnu milli heilbrigðisstétta og milli heilbrigðiskerfisins og ríkisins. Þannig þarf að veita fjárveitingu til að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, innleiða nýjar starfsstéttir og efla þær sem fyrir eru og ýta undir þverfaglegt samstarf innan heilsugæslustöðvanna. Þannig leggjum við grunn að betri heilsugæslu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum verið stoltir af öflugu velferðarkerfi og flaggskip þess hefur verið heilbrigðisþjónustan. Langlífi Íslendinga, lág dánartíðni nýbura, og árangur í meðferð krabbameins eru meðal þess sem bera henni gott vitni. Framsóknarmenn eru hreyknir af því að hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í heilbrigðisráðuneytinu um árabil. Við núverandi aðstæður hriktir hinsvegar í stoðum velferðarinnar. Miklar kröfur eru gerðar um hagræðingu og niðurskurð og er heilbrigðiskerfið þar ekki undanskilið. Vilji menn hins vegar reyna að hagræða að einhverju ráði er nauðsynlegt að hverfa frá hinum hefðbundna flata niðurskurði og hugsa kerfið upp á nýtt. Ódýrasta heilbrigðisþjónustan er veitt á heilsugæslunni, en sú dýrasta á hátæknisjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri. Því þarf að efla heilsugæsluna. Ein helsta hindrunin við að byggja upp heilsugæsluna er skortur á heimilislæknum. Þessi skortur kemur í veg fyrir að hægt sé að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, að danskri fyrirmynd, sem hvetur sjúklinga til að leita fyrst í þá heilbrigðisþjónustu sem ódýrust er fyrir samfélagið. Skortur á heimilislæknum og kostnaður við menntun þeirra hefur hvatt margar þjóðir til að leita annarra leiða til að sinna heilsugæslunni og þannig er ekki óalgengt í Bretlandi og Bandaríkjunum að undir stjórn lækna starfi aðstoðarmenn sem sinna ýmsum einfaldari læknisverkum. Í Svíþjóð og víðar eru starfandi hjúkrunarfræðingar sem hafa leyfi til að greina algenga sjúkdóma, ávísa lyfjum og panta rannsóknir. Hér á landi eru þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar sem slíka sérmenntun, en án lagaheimilda til að sinna þessum verkefnum. Til að efla heilsugæsluna og hagræða án þess að fórna velferðinni þarf að auka samstarf og samvinnu milli heilbrigðisstétta og milli heilbrigðiskerfisins og ríkisins. Þannig þarf að veita fjárveitingu til að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, innleiða nýjar starfsstéttir og efla þær sem fyrir eru og ýta undir þverfaglegt samstarf innan heilsugæslustöðvanna. Þannig leggjum við grunn að betri heilsugæslu til framtíðar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun