Lagaskrifstofa Alþingis 20. mars 2010 06:00 Vigdís Hauksdóttir skrifar um vandaða lagasetningu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Á Norðurlöndum er það liður í starfsemi ráðuneyta að starfrækja sérstakar lagaskrifstofur sem hafa það hlutverk að fara yfir stjórnarfrumvörp og kanna hvort á þeim séu lagatæknilegir ágallar eða hvort þau samræmist stjórnarskrá. Yfirgnæfandi meiri hluti lagafrumvarpa sem samþykkt eru á Alþingi koma frá framkvæmdavaldinu en hér á landi er hvorki starfandi lagaskrifstofa hjá Stjórnarráði Íslands né starfandi lagaráð hjá Alþingi sjálfu. Því kemur ekki á óvart að miklu fleiri hnökrar eru á íslenskri löggjöf en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hef af þessum ástæðum lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um að stofnuð verði lagaskrifstofa Alþingis til að bæta lagasetningu. Markmiðið frumvarpsins er að ekki komi frumvörp né þingsályktunartillögur fyrir Alþingi sem innihalda lagatæknilega ágalla eða samrýmast ekki stjórnarskránni, að létta álagi af dómstólum landsins og umboðsmanni Alþingis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfsmenn lagaskrifstofu skulu vera alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis og Stjórnarráðsins til ráðgjafar um undirbúning löggjafar. Lagaskrifstofa skal einnig ganga úr skugga um að frumvörp standist þjóðréttarlegar skuldbindingar og séu í samræmi við gildandi lög, að þau séu nákvæm, skýr og auðskiljanleg og gjaldtökuheimildir séu skýrar. Sú stjórnskipan sem er í gildi hér á landi byggist á þrígreiningu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald hefur réttilega verið gagnrýnd fyrir það hversu sterkt framkvæmdarvaldið hefur verið á kostnað hinna þáttanna tveggja. Úr þessum hnökrum þarf að bæta til að efla og bæta lýðræðið. Hér er löng hefð fyrir meirihlutastjórnum, með örfáum undantekningum, og því er nauðsynlegt að starfandi minnihluti fái notið jafnræðis í framlagningu mála til að tempra framkvæmdavaldið. Sem dæmi um slaka lagasetningu undanfarna áratugi má geta þess að í ársskýrslum umboðsmanns Alþingis, sem starfað hefur í rúm 20 ár, er vel á annað hundrað mála sem embættið hefur vakið athygli á sem varða „meinbugi á lögum". Slíkur málafjöldi er óásættanlegur. Meinbugir á lögum geti verið formlegs eðlis, svo sem misræmi milli lagaákvæða, prentvillur, óskýr texti o.fl. Einnig geti meinbugir verið beinlínis fólgnir í efnisatriðum, svo sem mismunun milli manna án þess að til þess liggi viðhlítandi rök eða að reglugerðarákvæði skorti lagastoð. Þá hefur umboðsmaður litið svo á að undir ákvæðið falli þau tilvik þegar lög eru ekki í samræmi við þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist samkvæmt alþjóðasáttmálum til verndar mannréttindum. Jafnframt yrði gríðarlegu álagi létt af dómstólum landsins sem er ef til vill mesti kosturinn. Hér er á ferðinni þjóðþrifamál sem til framtíðar felur í sér mikinn sparnað fyrir þjóðina alla. Það er von mín að málið fái jákvæðar undirtektir hjá alþingismönnum og að frumvarpið verði brátt að lögum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir skrifar um vandaða lagasetningu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Á Norðurlöndum er það liður í starfsemi ráðuneyta að starfrækja sérstakar lagaskrifstofur sem hafa það hlutverk að fara yfir stjórnarfrumvörp og kanna hvort á þeim séu lagatæknilegir ágallar eða hvort þau samræmist stjórnarskrá. Yfirgnæfandi meiri hluti lagafrumvarpa sem samþykkt eru á Alþingi koma frá framkvæmdavaldinu en hér á landi er hvorki starfandi lagaskrifstofa hjá Stjórnarráði Íslands né starfandi lagaráð hjá Alþingi sjálfu. Því kemur ekki á óvart að miklu fleiri hnökrar eru á íslenskri löggjöf en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hef af þessum ástæðum lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um að stofnuð verði lagaskrifstofa Alþingis til að bæta lagasetningu. Markmiðið frumvarpsins er að ekki komi frumvörp né þingsályktunartillögur fyrir Alþingi sem innihalda lagatæknilega ágalla eða samrýmast ekki stjórnarskránni, að létta álagi af dómstólum landsins og umboðsmanni Alþingis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfsmenn lagaskrifstofu skulu vera alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis og Stjórnarráðsins til ráðgjafar um undirbúning löggjafar. Lagaskrifstofa skal einnig ganga úr skugga um að frumvörp standist þjóðréttarlegar skuldbindingar og séu í samræmi við gildandi lög, að þau séu nákvæm, skýr og auðskiljanleg og gjaldtökuheimildir séu skýrar. Sú stjórnskipan sem er í gildi hér á landi byggist á þrígreiningu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald hefur réttilega verið gagnrýnd fyrir það hversu sterkt framkvæmdarvaldið hefur verið á kostnað hinna þáttanna tveggja. Úr þessum hnökrum þarf að bæta til að efla og bæta lýðræðið. Hér er löng hefð fyrir meirihlutastjórnum, með örfáum undantekningum, og því er nauðsynlegt að starfandi minnihluti fái notið jafnræðis í framlagningu mála til að tempra framkvæmdavaldið. Sem dæmi um slaka lagasetningu undanfarna áratugi má geta þess að í ársskýrslum umboðsmanns Alþingis, sem starfað hefur í rúm 20 ár, er vel á annað hundrað mála sem embættið hefur vakið athygli á sem varða „meinbugi á lögum". Slíkur málafjöldi er óásættanlegur. Meinbugir á lögum geti verið formlegs eðlis, svo sem misræmi milli lagaákvæða, prentvillur, óskýr texti o.fl. Einnig geti meinbugir verið beinlínis fólgnir í efnisatriðum, svo sem mismunun milli manna án þess að til þess liggi viðhlítandi rök eða að reglugerðarákvæði skorti lagastoð. Þá hefur umboðsmaður litið svo á að undir ákvæðið falli þau tilvik þegar lög eru ekki í samræmi við þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist samkvæmt alþjóðasáttmálum til verndar mannréttindum. Jafnframt yrði gríðarlegu álagi létt af dómstólum landsins sem er ef til vill mesti kosturinn. Hér er á ferðinni þjóðþrifamál sem til framtíðar felur í sér mikinn sparnað fyrir þjóðina alla. Það er von mín að málið fái jákvæðar undirtektir hjá alþingismönnum og að frumvarpið verði brátt að lögum. Höfundur er alþingismaður.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun