Askan veldur töluverðu flökti á olíuverði 20. apríl 2010 09:54 Töluvert flökt hefur verið á heimsmarkaðsverði á olíu frá því að gosið í Eyjafjallajökli hófst í síðustu viku. Sem stendur er olíuverðið komið yfir 82 dollara á tunnuna sem er hæsta verðið undanfarnar þrjár vikur.Samkvæmt frétt á Reuters um málið segir að olíuverðið hafi hækkað eftir að lofthelgi nokkurra Evrópuríkja var opnuð að hluta til í morgun og farþegaflug hófst að nýju. Olíuverðið hafði lækkað í gærdag vegna ört minnkandi sölu á þotueldsneyti í kjölfar þess að askan úr Eyjafjallajökli hafði stöðvað nær allt flug um norðanverða Evrópu frá því fyrir helgina.Það eru fleiri þættir en askan frá Eyjafjallajökli sem valda flökti á olíuverðinu þessa stundina. Þannig féll verðið um 5% í kjölfar frétta um að Goldman Sachs bankinn hefði verið ákærður fyrir fjársvik í fyrir helgina. Gott uppgjör Citibank í morgun vóg svo á móti þeirri lækkun.Tony Nunan yfirmaður áhættustýringar hjá Mitsubishi Corp. Segir að Goldman ákæran hafi dregið úr áhættusækni á markaðinum og að það ástand muni vara um einhvern tíma. Hinsvegar muni olíuverðið á endanum ná stöðugleika á verðbilinu 80 til 85 dollarar á tunnuna. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Töluvert flökt hefur verið á heimsmarkaðsverði á olíu frá því að gosið í Eyjafjallajökli hófst í síðustu viku. Sem stendur er olíuverðið komið yfir 82 dollara á tunnuna sem er hæsta verðið undanfarnar þrjár vikur.Samkvæmt frétt á Reuters um málið segir að olíuverðið hafi hækkað eftir að lofthelgi nokkurra Evrópuríkja var opnuð að hluta til í morgun og farþegaflug hófst að nýju. Olíuverðið hafði lækkað í gærdag vegna ört minnkandi sölu á þotueldsneyti í kjölfar þess að askan úr Eyjafjallajökli hafði stöðvað nær allt flug um norðanverða Evrópu frá því fyrir helgina.Það eru fleiri þættir en askan frá Eyjafjallajökli sem valda flökti á olíuverðinu þessa stundina. Þannig féll verðið um 5% í kjölfar frétta um að Goldman Sachs bankinn hefði verið ákærður fyrir fjársvik í fyrir helgina. Gott uppgjör Citibank í morgun vóg svo á móti þeirri lækkun.Tony Nunan yfirmaður áhættustýringar hjá Mitsubishi Corp. Segir að Goldman ákæran hafi dregið úr áhættusækni á markaðinum og að það ástand muni vara um einhvern tíma. Hinsvegar muni olíuverðið á endanum ná stöðugleika á verðbilinu 80 til 85 dollarar á tunnuna.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira