Ber ekki kala til nokkurs manns 1. október 2010 06:00 Snýr aftur Björgvin G. Sigurðsson tekur á ný til starfa á Alþingi eftir tæplega hálfs árs leyfi í kjölfar útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/stefán „Mér þykir niðurstaðan dapurleg,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, um niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis um landsdómsmálið. Þingið samþykkti að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögu um kærur á hendur Björgvini, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Björgvin kveðst einlæglega ánægður fyrir hönd Árna og Ingibjargar en fyrst og fremst leiður yfir því hvernig þetta fór, „enda ítrekað komið fram að óljóst er hvaða aðgerðir hefðu breytt stöðu mála verulega mánuðina fyrir hrun. Ég held að réttarhöld yfir Geir Haarde hafi ekkert með réttlæti að gera.“ Spurður hvort hann efist ekki um að rétt sé af honum að taka sæti á þingi á ný svarar Björgvin því til að þessir atburðir séu að baki og áríðandi verkefni taki við í þinginu. „Ég lýsti því yfir þegar ég fór út af þingi 14. apríl að ég vildi gefa þingmannanefndinni fullt svigrúm til þess að sinna þessu þunga verki og hef í engu truflað störf hennar. Meðal annars með því að tjá mig ekki opinberlega um þessi mál í að verða hálft ár. Nú hefur nefndin klárað sitt verkefni og Alþingi afgreitt tillöguna. Niðurstaðan er fengin. Hún er sú að tillaga um að ákæra mig fyrir landsdóm var felld og þessum kafla er því lokið. Því tek ég sæti mitt á Alþingi á ný í samræmi við yfirlýsingu mína frá því í vor og lyktir mála.“ Hvað sem heildarniðurstöðunni líður sitja á þingi 27 menn - þar af þrír í þingflokki Samfylkingarinnar - sem vildu Björgvin fyrir landsdóm. Hann telur þá staðreynd ekki hafa áhrif á störf hans. „Ég ber ekki kala til nokkurs manns í eftirmála þessara atburða og ber fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra í þessu máli sem öðrum. Nú sný ég mér að þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna af kjósendum í Suðurkjördæmi þegar ég var kosinn 1. þingmaður þess, mörgum mánuðum eftir fall fjármálakerfisins.“ Björgvin segir að nú skipti mestu að skapa andrúmsloft sátta og uppbyggingar og halda áfram. Koma þurfi atvinnulífinu af stað og öllum öðrum brýnum verkum sem blasa við. „Við verðum að vinna út frá þeirri stöðu sem uppi er og í það mun ég einhenda mér af fullum krafti.“ bjorn@frettabladid.is Fréttir Landsdómur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Mér þykir niðurstaðan dapurleg,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, um niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis um landsdómsmálið. Þingið samþykkti að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögu um kærur á hendur Björgvini, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Björgvin kveðst einlæglega ánægður fyrir hönd Árna og Ingibjargar en fyrst og fremst leiður yfir því hvernig þetta fór, „enda ítrekað komið fram að óljóst er hvaða aðgerðir hefðu breytt stöðu mála verulega mánuðina fyrir hrun. Ég held að réttarhöld yfir Geir Haarde hafi ekkert með réttlæti að gera.“ Spurður hvort hann efist ekki um að rétt sé af honum að taka sæti á þingi á ný svarar Björgvin því til að þessir atburðir séu að baki og áríðandi verkefni taki við í þinginu. „Ég lýsti því yfir þegar ég fór út af þingi 14. apríl að ég vildi gefa þingmannanefndinni fullt svigrúm til þess að sinna þessu þunga verki og hef í engu truflað störf hennar. Meðal annars með því að tjá mig ekki opinberlega um þessi mál í að verða hálft ár. Nú hefur nefndin klárað sitt verkefni og Alþingi afgreitt tillöguna. Niðurstaðan er fengin. Hún er sú að tillaga um að ákæra mig fyrir landsdóm var felld og þessum kafla er því lokið. Því tek ég sæti mitt á Alþingi á ný í samræmi við yfirlýsingu mína frá því í vor og lyktir mála.“ Hvað sem heildarniðurstöðunni líður sitja á þingi 27 menn - þar af þrír í þingflokki Samfylkingarinnar - sem vildu Björgvin fyrir landsdóm. Hann telur þá staðreynd ekki hafa áhrif á störf hans. „Ég ber ekki kala til nokkurs manns í eftirmála þessara atburða og ber fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra í þessu máli sem öðrum. Nú sný ég mér að þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna af kjósendum í Suðurkjördæmi þegar ég var kosinn 1. þingmaður þess, mörgum mánuðum eftir fall fjármálakerfisins.“ Björgvin segir að nú skipti mestu að skapa andrúmsloft sátta og uppbyggingar og halda áfram. Koma þurfi atvinnulífinu af stað og öllum öðrum brýnum verkum sem blasa við. „Við verðum að vinna út frá þeirri stöðu sem uppi er og í það mun ég einhenda mér af fullum krafti.“ bjorn@frettabladid.is
Fréttir Landsdómur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira