Svandís Svavarsdóttir: Á ári líffræðilegrar fjölbreytni 23. apríl 2010 06:00 Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Líffræðilegum fjölbreytileika jarðar er nú meðal annars ógnað af fjölgun mannkyns, stækkandi borgum, stórauknum landbúnaði og aukinni sókn í auðlindir lands og sjávar. Hér á landi stöndum við frammi fyrir margvíslegum verkefnum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Lúpína og skógarkerfill eru ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra. Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi. Við því hefur nú verið brugðist með því að hefja undirbúning að upprætingu lúpínu og skógarkerfils á hálendinu, í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum og auk þess verður dreifingu lúpínu hætt nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum. Einnig hefur verið ákveðið að tilnefna í ár, á ári líffræðilegrar fjölbreytni, fleiri votlendissvæði á skrá Ramsar-sáttmálans um verndun votlendis. Þá hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið lögð mikil áhersla á það í umhverfisráðuneytinu að ljúka gerð reglugerðar um takmörkun á losun kjölfestuvatns. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur berist með kjölfestuvatni skipa til hafsvæða og stranda umhverfis Íslands. Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni. Áætlað er að það kosti ríki Evrópusambandsins um 14 milljarða evra á ári að berjast við illgresi og dýraplágur og í Bandaríkjunum er talið að tjón vegna sebraskeljar nemi um fimm milljörðum dala árlega. Hér á landi hefur þurft að hefja kostnaðarfrekar aðgerðir til að halda aftur af lúpínu, t.d. í Skaftafelli. Minkurinn slapp á sínum tíma út í íslenska náttúru og hefur valdið svo miklu tjóni að nú er í gangi mjög kostnaðarsamt þriggja ára átak til að reyna að fækka honum. Beinn kostnaður af völdum ágengra innfluttra tegunda er því mjög mikill. Sunnudagurinn 25. apríl er dagur umhverfisins og í ár er hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Af því tilefni verður efnt til fjölda viðburða og er áhugasömum bent á að nálgast upplýsingar um daginn á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Líffræðilegum fjölbreytileika jarðar er nú meðal annars ógnað af fjölgun mannkyns, stækkandi borgum, stórauknum landbúnaði og aukinni sókn í auðlindir lands og sjávar. Hér á landi stöndum við frammi fyrir margvíslegum verkefnum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Lúpína og skógarkerfill eru ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra. Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi. Við því hefur nú verið brugðist með því að hefja undirbúning að upprætingu lúpínu og skógarkerfils á hálendinu, í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum og auk þess verður dreifingu lúpínu hætt nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum. Einnig hefur verið ákveðið að tilnefna í ár, á ári líffræðilegrar fjölbreytni, fleiri votlendissvæði á skrá Ramsar-sáttmálans um verndun votlendis. Þá hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið lögð mikil áhersla á það í umhverfisráðuneytinu að ljúka gerð reglugerðar um takmörkun á losun kjölfestuvatns. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur berist með kjölfestuvatni skipa til hafsvæða og stranda umhverfis Íslands. Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni. Áætlað er að það kosti ríki Evrópusambandsins um 14 milljarða evra á ári að berjast við illgresi og dýraplágur og í Bandaríkjunum er talið að tjón vegna sebraskeljar nemi um fimm milljörðum dala árlega. Hér á landi hefur þurft að hefja kostnaðarfrekar aðgerðir til að halda aftur af lúpínu, t.d. í Skaftafelli. Minkurinn slapp á sínum tíma út í íslenska náttúru og hefur valdið svo miklu tjóni að nú er í gangi mjög kostnaðarsamt þriggja ára átak til að reyna að fækka honum. Beinn kostnaður af völdum ágengra innfluttra tegunda er því mjög mikill. Sunnudagurinn 25. apríl er dagur umhverfisins og í ár er hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Af því tilefni verður efnt til fjölda viðburða og er áhugasömum bent á að nálgast upplýsingar um daginn á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar