Um 2.000.000 ferkílómetra áhrifasvæði 21. ágúst 2010 07:00 Fyrir nokkru birtist greinin „Virkisturn í norðri?" í Morgunblaðinu eftir Ögmund Jónasson alþingismann sem valdið hefur töluverðu fjaðrafoki. Í greininni heldur Ögmundur því fram að ef Ísland „sameinist" Evrópusambandinu (ESB) stækki yfirráðasvæði sambandsins um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Áhrifasvæðið færi úr u.þ.b. 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómetra. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá Ögmundi. Hér að neðan verður bent á að fullveldisréttindi Íslands eru takmörkuð á því svæði sem hann nefnir yfirráðasvæði og að slík réttindi á svokölluðu áhrifasvæði eru engin og ólíklegt að nokkur ásælist þau.YFIRRÁÐASVÆÐI Með yfirráðasvæði á Ögmundur væntanlega við landsvæði Íslands, innsævi, 12 sjómílna landhelgi, 200 sjómílna efnahagslögsögu og óstaðfest landgrunnsréttindi fyrir utan 200 sjómílur. Ef einungis er tekið mið af þeim hafsvæðum sem Ísland hefur einhvers konar yfirráð yfir á þessari stundu eru þau um 750.000 ferkílómetrar. Þau verða þó líklega meiri í framtíðinni ef landgrunnsnefnd SÞ samþykkir landgrunnskröfur Íslands. Rétt er að benda á að Ísland nýtur ekki fullveldisréttar í efnahagslögsögunni né á landgrunninu. Á þessu svæði nýtur Ísland takmarkaðra fullveldisréttinda. Í efnahagslögsögunni fara strandríki einkum með fullveldisréttindi yfir vernd, rannsóknum og nýtingu auðlinda hafsins og lögsögu að því er varðar gerð og afnot tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja, hafrannsóknir og verndun og varðveislu hafrýmisins. Þar hafa hins vegar erlendir aðilar m.a. rétt til siglinga og yfirflugs og til lagningar neðansjávarstrengja og -leiðslna og önnur alþjóðlega lögmæt not hafsins sem snerta þessi réttindi, t.d. þau not er tengjast starfrækslu skipa, loftfara og neðansjávarstrengja og -leiðslna. Þar að auki er strandríkjum ekki talið heimilt að koma í veg fyrir heræfingar erlendra ríkja á þessu svæði. Í landgrunninu fara strandríki með fullveldisréttindi að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þess. Þær auðlindir teljast vera jarðefnaauðlindir og aðrar ólífrænar auðlindir hafsbotnsins og botnlaganna ásamt lífverum í flokki botnsetutegunda. Réttindi strandríkja yfir landgrunninu hafa ekki áhrif á réttarstöðu yfirlæga hafsins né loftrýmisins yfir hafinu. Víðátta landgrunnsins getur verið meiri en víðátta efnahagslösögunnar, þ.e. það getur náð út fyrir 200 sjómílur. Ljóst er af því sem segir hér að ofan að yfirráðaréttur íslenska ríkisins til stærsta hluta þeirra svæða sem Ögmundur kallar yfirráðasvæði er takmarkaður. Það skal þó ekki gert lítið úr mikilvægi fullveldisréttinda Íslands í efnahagslögsögunni og á landgrunninu, sbr. fiskveiðar Íslendinga og hugsanleg olíuvinnsla.ÁHRIFASVÆÐI Með áhrifasvæði virðist Ögmundur eiga fyrst og fremst við það svæði sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að sinna samkvæmt alþjóðasamningnum um leit og björgun á sjó frá árinu 1979. Svæðið sem Ísland er ábyrgt fyrir er í kringum 1.800.000 ferkílómetra og nær langt út fyrir efnahagslögsöguna, inn á alþjóðlegt hafsvæði og nær yfir stóran hluta efnahagslögsögu Grænlands, Færeyja og Noregs (Jan Mayen svæðið). Samningurinn gengur fyrst og fremst út á að skilgreina leitar- og björgunarsvæði. Slík svæði eru sett á laggirnar til að samræma aðgerðir frá skilgreindum leitar- og björgunarsamhæfingarstöðvum. Samningurinn skapar engin fullveldisréttindi til handa aðildarríkjum samningsins. Þar að auki er sérstaklega tekið fram í viðauka við samninginn að afmörkun slíkra svæða tengist ekki og skuli ekki hafa áhrif á afmörkun haf- eða landsvæða ríkja. Ólíklegt verður að teljast að ESB, eða yfirhöfuð einhver, ásælist slík leitar- og björgunarsvæði. Til að draga saman efni þessarar greinar þá fer Ögmundur ekki rétt með þegar hann segir að áhrifasvæði Íslands sé 2.000.000 ferkílómetra. Bent skal sérstaklega á að grein þessi hefur ekki fjallað um hvar, yfir hverjum og í hvaða málaflokkum ESB hefur lögsögu á hafsvæðum aðildarríkja sinna, slík umfjöllun myndi væntanlega veikja málflutning Ögmundar enn frekar. Að lokum verður spurt þeirrar spurningar hvort málsmetandi alþingismenn, sem margir taka mark á, þurfi ekki að vanda málflutning sinn betur áður en þeir tjá sig um flókin og mikilvæg málefni sem snerta framtíð Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist greinin „Virkisturn í norðri?" í Morgunblaðinu eftir Ögmund Jónasson alþingismann sem valdið hefur töluverðu fjaðrafoki. Í greininni heldur Ögmundur því fram að ef Ísland „sameinist" Evrópusambandinu (ESB) stækki yfirráðasvæði sambandsins um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Áhrifasvæðið færi úr u.þ.b. 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómetra. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá Ögmundi. Hér að neðan verður bent á að fullveldisréttindi Íslands eru takmörkuð á því svæði sem hann nefnir yfirráðasvæði og að slík réttindi á svokölluðu áhrifasvæði eru engin og ólíklegt að nokkur ásælist þau.YFIRRÁÐASVÆÐI Með yfirráðasvæði á Ögmundur væntanlega við landsvæði Íslands, innsævi, 12 sjómílna landhelgi, 200 sjómílna efnahagslögsögu og óstaðfest landgrunnsréttindi fyrir utan 200 sjómílur. Ef einungis er tekið mið af þeim hafsvæðum sem Ísland hefur einhvers konar yfirráð yfir á þessari stundu eru þau um 750.000 ferkílómetrar. Þau verða þó líklega meiri í framtíðinni ef landgrunnsnefnd SÞ samþykkir landgrunnskröfur Íslands. Rétt er að benda á að Ísland nýtur ekki fullveldisréttar í efnahagslögsögunni né á landgrunninu. Á þessu svæði nýtur Ísland takmarkaðra fullveldisréttinda. Í efnahagslögsögunni fara strandríki einkum með fullveldisréttindi yfir vernd, rannsóknum og nýtingu auðlinda hafsins og lögsögu að því er varðar gerð og afnot tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja, hafrannsóknir og verndun og varðveislu hafrýmisins. Þar hafa hins vegar erlendir aðilar m.a. rétt til siglinga og yfirflugs og til lagningar neðansjávarstrengja og -leiðslna og önnur alþjóðlega lögmæt not hafsins sem snerta þessi réttindi, t.d. þau not er tengjast starfrækslu skipa, loftfara og neðansjávarstrengja og -leiðslna. Þar að auki er strandríkjum ekki talið heimilt að koma í veg fyrir heræfingar erlendra ríkja á þessu svæði. Í landgrunninu fara strandríki með fullveldisréttindi að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þess. Þær auðlindir teljast vera jarðefnaauðlindir og aðrar ólífrænar auðlindir hafsbotnsins og botnlaganna ásamt lífverum í flokki botnsetutegunda. Réttindi strandríkja yfir landgrunninu hafa ekki áhrif á réttarstöðu yfirlæga hafsins né loftrýmisins yfir hafinu. Víðátta landgrunnsins getur verið meiri en víðátta efnahagslösögunnar, þ.e. það getur náð út fyrir 200 sjómílur. Ljóst er af því sem segir hér að ofan að yfirráðaréttur íslenska ríkisins til stærsta hluta þeirra svæða sem Ögmundur kallar yfirráðasvæði er takmarkaður. Það skal þó ekki gert lítið úr mikilvægi fullveldisréttinda Íslands í efnahagslögsögunni og á landgrunninu, sbr. fiskveiðar Íslendinga og hugsanleg olíuvinnsla.ÁHRIFASVÆÐI Með áhrifasvæði virðist Ögmundur eiga fyrst og fremst við það svæði sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að sinna samkvæmt alþjóðasamningnum um leit og björgun á sjó frá árinu 1979. Svæðið sem Ísland er ábyrgt fyrir er í kringum 1.800.000 ferkílómetra og nær langt út fyrir efnahagslögsöguna, inn á alþjóðlegt hafsvæði og nær yfir stóran hluta efnahagslögsögu Grænlands, Færeyja og Noregs (Jan Mayen svæðið). Samningurinn gengur fyrst og fremst út á að skilgreina leitar- og björgunarsvæði. Slík svæði eru sett á laggirnar til að samræma aðgerðir frá skilgreindum leitar- og björgunarsamhæfingarstöðvum. Samningurinn skapar engin fullveldisréttindi til handa aðildarríkjum samningsins. Þar að auki er sérstaklega tekið fram í viðauka við samninginn að afmörkun slíkra svæða tengist ekki og skuli ekki hafa áhrif á afmörkun haf- eða landsvæða ríkja. Ólíklegt verður að teljast að ESB, eða yfirhöfuð einhver, ásælist slík leitar- og björgunarsvæði. Til að draga saman efni þessarar greinar þá fer Ögmundur ekki rétt með þegar hann segir að áhrifasvæði Íslands sé 2.000.000 ferkílómetra. Bent skal sérstaklega á að grein þessi hefur ekki fjallað um hvar, yfir hverjum og í hvaða málaflokkum ESB hefur lögsögu á hafsvæðum aðildarríkja sinna, slík umfjöllun myndi væntanlega veikja málflutning Ögmundar enn frekar. Að lokum verður spurt þeirrar spurningar hvort málsmetandi alþingismenn, sem margir taka mark á, þurfi ekki að vanda málflutning sinn betur áður en þeir tjá sig um flókin og mikilvæg málefni sem snerta framtíð Íslendinga.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun