Léttara andrúmsloft í stærsta hagkerfi Evrópu 24. mars 2010 12:01 Andrúmsloftið í þýska atvinnulífinu er allt að léttast samkvæmt Ifo vísitölunni sem mælir væntingar stjórnenda í 7.000 þýskum fyrirtækjum í hverjum mánuði en mælingar fyrir mars mánuði voru birtar nú í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að aðstæður í þýsku atvinnulífi hafi nú ekki verið betri síðan í júní 2008. Vísitala sem mælir mat á núverandi aðstæðum hækkar um 5% frá fyrri mánuði og vísitala sem mælir væntingar til framtíðarinnar hækkaði um 1% í mars frá fyrri mánuði. Samræmd vísitala sem m.a. tekur mið að þessum tveimur þáttum og ætlað er að slá mati á umhverfi atvinnulífsins í heild hækkaði um 3% frá fyrri mánuði. Þetta þykir benda til þess að vetrarþunginn sé nú á undanhaldi og betri tíð sé framundan í þýskalandi eftir mjög langan og erfiðan vetur. Þýska hagkerfið sem jafnframt er það stærsta í Evrópu hefur átt erfitt með að hrökkva í gang og stöðnun hefur einkennt síðustu mánuði hvað alla mælikvarða varðar. Núna er útlit fyrir að risinn ætli að skríða af stað á nýju en auk þess sem væntingar eru að glæðast eru vísbendingar um að iðnaðarframleiðsla sé að aukast á nýjan leik. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Andrúmsloftið í þýska atvinnulífinu er allt að léttast samkvæmt Ifo vísitölunni sem mælir væntingar stjórnenda í 7.000 þýskum fyrirtækjum í hverjum mánuði en mælingar fyrir mars mánuði voru birtar nú í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að aðstæður í þýsku atvinnulífi hafi nú ekki verið betri síðan í júní 2008. Vísitala sem mælir mat á núverandi aðstæðum hækkar um 5% frá fyrri mánuði og vísitala sem mælir væntingar til framtíðarinnar hækkaði um 1% í mars frá fyrri mánuði. Samræmd vísitala sem m.a. tekur mið að þessum tveimur þáttum og ætlað er að slá mati á umhverfi atvinnulífsins í heild hækkaði um 3% frá fyrri mánuði. Þetta þykir benda til þess að vetrarþunginn sé nú á undanhaldi og betri tíð sé framundan í þýskalandi eftir mjög langan og erfiðan vetur. Þýska hagkerfið sem jafnframt er það stærsta í Evrópu hefur átt erfitt með að hrökkva í gang og stöðnun hefur einkennt síðustu mánuði hvað alla mælikvarða varðar. Núna er útlit fyrir að risinn ætli að skríða af stað á nýju en auk þess sem væntingar eru að glæðast eru vísbendingar um að iðnaðarframleiðsla sé að aukast á nýjan leik.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent