Örlög tilboðs Actavis í Ratiopharm ráðast í vikunni 16. febrúar 2010 08:33 Það ræðst í þessari viku hvort Actavis fái að setjast að samningaborði með tilboð sitt í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt frétt um málið á Reuters verða tilboðsgjafarnir skornir niður í einn eða tvo sem fá að taka þátt í samningum um kaupin.Eins og fram hefur komið í fréttum berjast þrír aðilar um að fá að kaupa Ratiopharm og hafa lagt fram tilboð í fyrirtækið. Fyrir utan Actavis eru þetta bandaríski lyfjarisinn Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Actavis nýtur fjárhagslegs stuðnings frá sænska fjárfestingarsjóðnum EQT sem er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar. Félagið hefur þar að auki ráðið fyrrum forstjóra Ratiopharm sem ráðgjafa sinn við fyrirhuguð kaup.Samkvæmt Reuters er mögulegt að gengið verði frá kaupunum á Ratiopharm í næsta mánuði. Fyrirtækið er í eigu Merckle fjölskyldunnar þýsku og er salan liður í áformum fjölskyldunnar að létta á skuldum sínum.Reiknað er með að kaupverðið á Ratiopharm nemi um 3 milljörðum evra og yrðu kaupin þau stærstu, hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, frá því að Teva keypti Barr í Bandaríkjunum á 7,5 milljarða dollara árið 2008. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Það ræðst í þessari viku hvort Actavis fái að setjast að samningaborði með tilboð sitt í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt frétt um málið á Reuters verða tilboðsgjafarnir skornir niður í einn eða tvo sem fá að taka þátt í samningum um kaupin.Eins og fram hefur komið í fréttum berjast þrír aðilar um að fá að kaupa Ratiopharm og hafa lagt fram tilboð í fyrirtækið. Fyrir utan Actavis eru þetta bandaríski lyfjarisinn Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Actavis nýtur fjárhagslegs stuðnings frá sænska fjárfestingarsjóðnum EQT sem er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar. Félagið hefur þar að auki ráðið fyrrum forstjóra Ratiopharm sem ráðgjafa sinn við fyrirhuguð kaup.Samkvæmt Reuters er mögulegt að gengið verði frá kaupunum á Ratiopharm í næsta mánuði. Fyrirtækið er í eigu Merckle fjölskyldunnar þýsku og er salan liður í áformum fjölskyldunnar að létta á skuldum sínum.Reiknað er með að kaupverðið á Ratiopharm nemi um 3 milljörðum evra og yrðu kaupin þau stærstu, hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, frá því að Teva keypti Barr í Bandaríkjunum á 7,5 milljarða dollara árið 2008.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira