Verkfall veldur skorti á jólasteikum í Danmörku 21. desember 2010 06:58 Gæðaeftirlitsmenn í dönskum sláturhúsum eru farnir í verkfall. Því er óljóst hvort margar danskar fjölskyldur fái hina hefðbundu svínasteik sína í hús fyrir jólin. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum í gærkvöldi og í morgun. Ástæða verkfallsins er að Matvælaeftirlit Danmerkur, sem gæðaeftirlitið heyrir undir, hefur sagt upp nokkrum svæðisbundnum samningum við eftirlitsmennina. Gærdagurinn var undir eðlilegum kringumstæðum sá dagur þegar álagið er hvað mest hjá starfsmönnum Danish Crown einum stærsta kjötframleiðenda Danmerkur. En vegna verkfallsins var aðeins um helmingi þeirra svína slátrað sem gert hafði verið ráð fyrir eða um 10.000 svínum. Danish Crown lenti einnig í miklum vandræðum í gærkvöldi og nótt með að finna óslátruðum svínum samanstað því þau voru öll í flutningabílum á leið til slátrunar. Samkvæmt dönskum lögum má ekki færa svín aftur á upprunastað þegar það er eitt sinn komið á leið í sláturhús. Ekki er vitað hvenær verkfalli eftirlitsmannanna lýkur. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gæðaeftirlitsmenn í dönskum sláturhúsum eru farnir í verkfall. Því er óljóst hvort margar danskar fjölskyldur fái hina hefðbundu svínasteik sína í hús fyrir jólin. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum í gærkvöldi og í morgun. Ástæða verkfallsins er að Matvælaeftirlit Danmerkur, sem gæðaeftirlitið heyrir undir, hefur sagt upp nokkrum svæðisbundnum samningum við eftirlitsmennina. Gærdagurinn var undir eðlilegum kringumstæðum sá dagur þegar álagið er hvað mest hjá starfsmönnum Danish Crown einum stærsta kjötframleiðenda Danmerkur. En vegna verkfallsins var aðeins um helmingi þeirra svína slátrað sem gert hafði verið ráð fyrir eða um 10.000 svínum. Danish Crown lenti einnig í miklum vandræðum í gærkvöldi og nótt með að finna óslátruðum svínum samanstað því þau voru öll í flutningabílum á leið til slátrunar. Samkvæmt dönskum lögum má ekki færa svín aftur á upprunastað þegar það er eitt sinn komið á leið í sláturhús. Ekki er vitað hvenær verkfalli eftirlitsmannanna lýkur.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira