Fréttaskýring: Leiðtogaráðið tekur umsókn Íslands fyrir 17. júní 2010 05:15 Stefán Haukur Jóhannesson og Össur Skarphéðinsson Formaður samninganefndar Íslands ásamt utanríkisráðherra.Fréttablaðið/GVA Hvað tekur nú við í aðildarumsókn Ísland að ESB? Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að öllum líkindum aðildarviðræður við Ísland á fundi sínum í dag. Þá fer af stað ferli, sem getur staðið hátt í tvö ár eða jafnvel lengur. „Næsta skref er að kalla saman það sem Evrópusambandið kallar milliríkjaráðstefnu,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, sem jafnframt er formaður íslensku samninganefndarinnar. Stefán segir ekki vitað hvenær þessi fundur verður haldinn, en almennt er reiknað með að það verði í haust. Á þeirri ráðstefnu koma saman ráðherrar allra aðildarríkjanna 27 ásamt Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og ýta viðræðunum formlega úr vör. Eiginlegar aðildarviðræður hefjast þó varla fyrr en næsta vor, því eftir ríkjaráðstefnuna hefst vinna við nákvæman samanburð á löggjöf Íslands og löggjöf Evrópusambandsins, þar sem sérfræðingar af beggja hálfu skilgreina nákvæmlega hvað ber á milli og hvar þarf að brúa bilin. Fyrst að þeim samanburði loknum verður hægt að hefja hinar efnislegu viðræður, sem geta tekið ár eða meira, allt eftir því hve mikið ber á milli í hverjum kafla viðræðnanna. Samningsmarkmið Íslands voru skilgreind í meginatriðum í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar frá 9. júlí 2009. Íslenska samninganefndin hefur haft þetta nefndarálit að leiðarljósi í störfum sínum hingað til. „Heimavinnan okkar hefur gengið bara vel og allt á réttri leið hvað það varðar,“ segir Stefán Haukur. „Samningahóparnir eru búnir að hittast nokkrum sinnum, misoft eftir sviðum. Þeir hafa verið að fara yfir löggjöf Evrópusambandsins og greina þetta hvað okkur varðar.“ Af hálfu Evrópusambandsins verður, eins og jafnan í aðildarviðræðum, áhersla lögð á að Ísland taki upp löggjöf sambandsins óbreytta. Íslendingar reyna aftur á móti að fá samþykki fyrir undanþágum eða sérlausnum út frá hagsmunum Íslands. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa Íslendinga jafnóðum um gang viðræðnanna. Nú þegar hefur verið opnuð upplýsingasíða á vef utanríkisráðuneytisins, evropa.utanrikisraduneyti.is, þar sem er að finna hafsjó af upplýsingum um aðildarviðræðurnar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Hvað tekur nú við í aðildarumsókn Ísland að ESB? Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að öllum líkindum aðildarviðræður við Ísland á fundi sínum í dag. Þá fer af stað ferli, sem getur staðið hátt í tvö ár eða jafnvel lengur. „Næsta skref er að kalla saman það sem Evrópusambandið kallar milliríkjaráðstefnu,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, sem jafnframt er formaður íslensku samninganefndarinnar. Stefán segir ekki vitað hvenær þessi fundur verður haldinn, en almennt er reiknað með að það verði í haust. Á þeirri ráðstefnu koma saman ráðherrar allra aðildarríkjanna 27 ásamt Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og ýta viðræðunum formlega úr vör. Eiginlegar aðildarviðræður hefjast þó varla fyrr en næsta vor, því eftir ríkjaráðstefnuna hefst vinna við nákvæman samanburð á löggjöf Íslands og löggjöf Evrópusambandsins, þar sem sérfræðingar af beggja hálfu skilgreina nákvæmlega hvað ber á milli og hvar þarf að brúa bilin. Fyrst að þeim samanburði loknum verður hægt að hefja hinar efnislegu viðræður, sem geta tekið ár eða meira, allt eftir því hve mikið ber á milli í hverjum kafla viðræðnanna. Samningsmarkmið Íslands voru skilgreind í meginatriðum í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar frá 9. júlí 2009. Íslenska samninganefndin hefur haft þetta nefndarálit að leiðarljósi í störfum sínum hingað til. „Heimavinnan okkar hefur gengið bara vel og allt á réttri leið hvað það varðar,“ segir Stefán Haukur. „Samningahóparnir eru búnir að hittast nokkrum sinnum, misoft eftir sviðum. Þeir hafa verið að fara yfir löggjöf Evrópusambandsins og greina þetta hvað okkur varðar.“ Af hálfu Evrópusambandsins verður, eins og jafnan í aðildarviðræðum, áhersla lögð á að Ísland taki upp löggjöf sambandsins óbreytta. Íslendingar reyna aftur á móti að fá samþykki fyrir undanþágum eða sérlausnum út frá hagsmunum Íslands. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa Íslendinga jafnóðum um gang viðræðnanna. Nú þegar hefur verið opnuð upplýsingasíða á vef utanríkisráðuneytisins, evropa.utanrikisraduneyti.is, þar sem er að finna hafsjó af upplýsingum um aðildarviðræðurnar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira