Umfjöllun: Njarðvíkingar í annað sætið eftir baráttusigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2010 06:00 Nick Bradford lék vel í gærkvöldi. Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti