Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings? 30. september 2010 06:00 Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar. Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram 27. nóvember nk., verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hérlendis. Kosnir verða 25 þingfulltrúar en til að jafna kynjahlutföll kunna allt að sex fulltrúar að bætast við. Þeir sem bjóða sig fram raðast ekki á lista og eru engum skuldbundnir nema eigin samvisku. Landið verður eitt kjördæmi. Vægi atkvæða verður því óháð búsetu. Talningin fer fram miðlægt á vegum landskjörstjórnar og úrslit verða birt fyrir landið í heild, ekki eftir kjördæmum. Kjósendur hafa mikið svigrúm til að ráðstafa atkvæði sínu. Þeir merkja ekki aðeins við einn frambjóðanda með krossi eins og vaninn hefur verið heldur velja þeir eins marga og hugur þeirra býður, allt að 25. Ekki nóg með það heldur skulu kjósendur raða þeim sem þeir vilja að sitji þingið í forgangsröð. Kjósandinn velur fyrst þann frambjóðanda sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, en að honum frágengnum þann frambjóðanda sem hann vill að þá taki við keflinu og nýti atkvæði sitt o.s.frv. Með því fyrirkomulagi sem felst í sjálfri talningaraðferðinni er til hins ítrasta leitast við að lesa í vilja kjósenda þannig að atkvæði sem flestra hafi áhrif á lokavalið. Kjósendur þurfa ekki að velja nema einn frambjóðanda en hvetja verður alla til að raða sem flestum í forgangsröð og nýta þannig atkvæði sitt til fulls. Með því er ekki verið að þynna atkvæðið út eða drepa því á dreif. Þvert á móti. Það rýrir aldrei stuðning kjósandans við þá sem á undan eru komnir í forgangsröð hans að bæta fleirum við. Það skaðar t.d. ekki þann sem valinn hefur verið sem 1. val ef bætt er við öðrum að 2. vali. Þetta er mikilvægur eiginleiki aðferðarinnar, e.t.v. sá mikilvægasti. Lesa má meira um aðferðafræðina á vefsíðunni: https://www.landskjor.is/stjornlagathing/adferdafraedi-vid-kosningu-til-stjornlagathings/. Kjósendur fá víðtækt vald í til að velja sér verðuga fulltrúa á stjórnlagaþingið með því fyrirkomulagi sem verður við kosninguna. Kjósendur eiga að nýta þetta vald sitt og hafa þannig áhrif á gerð nýrrar stjórnarskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar. Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram 27. nóvember nk., verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hérlendis. Kosnir verða 25 þingfulltrúar en til að jafna kynjahlutföll kunna allt að sex fulltrúar að bætast við. Þeir sem bjóða sig fram raðast ekki á lista og eru engum skuldbundnir nema eigin samvisku. Landið verður eitt kjördæmi. Vægi atkvæða verður því óháð búsetu. Talningin fer fram miðlægt á vegum landskjörstjórnar og úrslit verða birt fyrir landið í heild, ekki eftir kjördæmum. Kjósendur hafa mikið svigrúm til að ráðstafa atkvæði sínu. Þeir merkja ekki aðeins við einn frambjóðanda með krossi eins og vaninn hefur verið heldur velja þeir eins marga og hugur þeirra býður, allt að 25. Ekki nóg með það heldur skulu kjósendur raða þeim sem þeir vilja að sitji þingið í forgangsröð. Kjósandinn velur fyrst þann frambjóðanda sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, en að honum frágengnum þann frambjóðanda sem hann vill að þá taki við keflinu og nýti atkvæði sitt o.s.frv. Með því fyrirkomulagi sem felst í sjálfri talningaraðferðinni er til hins ítrasta leitast við að lesa í vilja kjósenda þannig að atkvæði sem flestra hafi áhrif á lokavalið. Kjósendur þurfa ekki að velja nema einn frambjóðanda en hvetja verður alla til að raða sem flestum í forgangsröð og nýta þannig atkvæði sitt til fulls. Með því er ekki verið að þynna atkvæðið út eða drepa því á dreif. Þvert á móti. Það rýrir aldrei stuðning kjósandans við þá sem á undan eru komnir í forgangsröð hans að bæta fleirum við. Það skaðar t.d. ekki þann sem valinn hefur verið sem 1. val ef bætt er við öðrum að 2. vali. Þetta er mikilvægur eiginleiki aðferðarinnar, e.t.v. sá mikilvægasti. Lesa má meira um aðferðafræðina á vefsíðunni: https://www.landskjor.is/stjornlagathing/adferdafraedi-vid-kosningu-til-stjornlagathings/. Kjósendur fá víðtækt vald í til að velja sér verðuga fulltrúa á stjórnlagaþingið með því fyrirkomulagi sem verður við kosninguna. Kjósendur eiga að nýta þetta vald sitt og hafa þannig áhrif á gerð nýrrar stjórnarskrár.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar