Innlent

Askan skemmdi þotuhreyfla

Þotan Bandarísk herþota af sömu tegund sést hér á myndinni. Nordicphots/AFP
Þotan Bandarísk herþota af sömu tegund sést hér á myndinni. Nordicphots/AFP

Tvær finnskar herþotur urðu fyrir skemmdum eftir að hafa flogið í gegnum öskuna frá Eyjafjallajökli á fimmtudag.

Vélarnar, sem eru af gerðinni F/A-18 Hornet, voru í æfingaflugi fyrir hádegi á fimmtudag í Norður-Finnlandi, áður en lofthelgi landsins var lokað, að því er fram kemur í grein Aftenposten. Þoturnar eru af gerðinni F/A-18 Hornet, sem eru hljóðfráar og fjölhæfar orrustuþotur.

Samkvæmt upplýsingum frá finnska hernum eyðilögðust hreyflar vélanna við flugið. Finnski herinn hefur síðan eftir að atvikið gerðist sinnt flugprófum til að kanna frekar áhrif ösku á flugvélar. - sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×