Umræðan um öryggismál og Evrópuher 27. júlí 2010 06:00 Höfundur þessara lína var fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu á seinni hluta 9. áratugar liðinnar aldar þegar breytingarnar miklu urðu við fall Berlínarmúrsins. Sú ógn sem stafaði af Sovétríkjunum varð til þess að NATO var stofnað 1949. Kjarni þess samstarfs fólst í V. grein stofnsáttmálans um að árás á eitt bandalagsríki jafngilti árás á þau öll. Þar með var það ljóst að innrás í Vestur-Evrópu væri stríðsyfirlýsing við Bandaríkin og friðurinn hélst. En við það að járntjaldið hvarf, Þýskaland var sameinað og stækkun NATO náði til fyrrum Varsjárbandalagsríkja, hvarf sú ógn að gerð yrði árás í Norður-Ameríku eða Evrópu með herafla utanaðkomandi ríkis. NATO náði sínum upphaflega tilgangi en hlutverkið breyttist eftir hrun Sovétríkjanna. Við tóku friðargæsla á Balkanskaga og hernaðaraðgerðir og friðargæsla í Afganistan. Nýir áhættuþættir höfðu tekið að steðja að aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins svo sem hryðjuverkastarfsemi, útbreiðsla kjarnavopna, ógnir við netöryggi eða framboð á orku. Undir þetta er tekið í Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland frá 2009, sem unnin var af starfshóp á vegum utanríkisráðuneytisins og höfundur tók þátt í. Þar var fjallað um alþjóðlega áhættuþætti en þeirra á meðal er netöryggi. Evrópska lögreglusamvinnustofnunin, Europol, telur s.k. laumunet mestu ógnina sem vofir yfir netnotendum. Þá er hægt að beita netárásum gegn ríkjum eins og varð vegna deilu Eistlands og Rússlands 2007. Það segir sig sjálft að Íslandi er það lífshagsmunamál að vera að fullu þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til að tryggja öryggi. Ég tek undir það sem haft er eftir Selmu Erlu á heimasíðu Sterkara Ísland. Hún segist ekki skilja hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands eyða öllu sínu púðri í hræðsluáróður um hernaðarbandalag sem á sér engar stoðir í veruleikanum. Við framkvæmd stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum hefur verið ráðist í mörg verkefni á sviði friðargæslu og friðaruppbyggingar stundum með 60.000 manna viðbragðssveit úr herjum félagsríkja. Verkefnin eru nú 14 talsins, víða um heim og einnig unnin af borgaralegu starfsliði til að annast löggæslu og dómarastörf. Ákveðin samlegð er með stefnu Íslands og aðgerðum ESB í borgaralegum verkefnum. Þegar borgarastríðið í fyrrum Júgóslavíu hófst var spurt hvort þetta væri ekki evrópskt vandamál sem viðkomandi grannríki myndu leysa. Annað kom í ljós og þegar stöðva átti átökin í Kosovo þurfti til hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og ráðandi stöðu þeirra í NATO. Ýmsum líkar sú staða ekki. Því hefur lengi verið rætt um hugmyndina um evrópskan varnarher, þ.e. fastan herstyrk frá aðildarríkjum ESB og undir stjórn þess. Ekki yrði um að ræða nýjar hersveitir heldur vel að merkja það að færa herstyrk, sem er hluti af liðsafla NATO og alltaf hefur lotið yfirstjórn bandarísks herforingja, undir evrópska herstjórn. Þeir sem þessu eru hlynntir telja m.a. að komi upp krísa í Austur- eða Mið-Evrópu geti Evrópuþjóðir sjálfar betur átt við málin. Á öndverðum meiði eru rök þeirra sem telja að Evrópuher leiði til þess að NATO og Bandaríkin hverfi í skuggann og þar með áhrif sem ómissandi eru, sérlega í samningum við Rússa. Bent hefur verið á fjölmörg vandamál við framkvæmdina, svo sem val og framleiðslu búnaðar, ákvarðanir sameiginlegrar aðgerðastefnu og um tungumál í samskiptum. Hugsanleg stofnun Evrópuhers varðar Íslendinga, herlausa þjóð, ekki beint. Það er misskilningur að ætla að aðild að Evrópusambandinu leiði til þátttöku í Evrópuher, sem reyndar má draga mjög í efa að verði stofnaður. Ekki hefur grundvöllur fyrir Evrópuher skapast með Lissabon-sáttmálanum. Yfirlýsing ESB vegna aðildar Írlands tekur ótvírætt fram að hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig framlagi til sameiginlegra varna er hagað og að aðildarríki eru ekki skuldbundin til að taka þátt í hernaðarlegum aðgerðum á vegum bandalagsins. (Sjá skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, maí 2010, bls. 34, 60. Í vefsíðu Lisbon Referendum Commission á Írlandi segir m.a.: „The Treaty of Lisbon does not provide for the creation of a European army or any form of conscription“.) Það var verst að „ungir bændur“ og síðan aðrir skyldu verða gripnir tilefnislausum áhyggjum um hervæðingu landsins ef Ísland gerðist aðili að ESB. Um skrif Morgunblaðsins þar um er best að fara sem fæstum orðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Höfundur þessara lína var fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu á seinni hluta 9. áratugar liðinnar aldar þegar breytingarnar miklu urðu við fall Berlínarmúrsins. Sú ógn sem stafaði af Sovétríkjunum varð til þess að NATO var stofnað 1949. Kjarni þess samstarfs fólst í V. grein stofnsáttmálans um að árás á eitt bandalagsríki jafngilti árás á þau öll. Þar með var það ljóst að innrás í Vestur-Evrópu væri stríðsyfirlýsing við Bandaríkin og friðurinn hélst. En við það að járntjaldið hvarf, Þýskaland var sameinað og stækkun NATO náði til fyrrum Varsjárbandalagsríkja, hvarf sú ógn að gerð yrði árás í Norður-Ameríku eða Evrópu með herafla utanaðkomandi ríkis. NATO náði sínum upphaflega tilgangi en hlutverkið breyttist eftir hrun Sovétríkjanna. Við tóku friðargæsla á Balkanskaga og hernaðaraðgerðir og friðargæsla í Afganistan. Nýir áhættuþættir höfðu tekið að steðja að aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins svo sem hryðjuverkastarfsemi, útbreiðsla kjarnavopna, ógnir við netöryggi eða framboð á orku. Undir þetta er tekið í Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland frá 2009, sem unnin var af starfshóp á vegum utanríkisráðuneytisins og höfundur tók þátt í. Þar var fjallað um alþjóðlega áhættuþætti en þeirra á meðal er netöryggi. Evrópska lögreglusamvinnustofnunin, Europol, telur s.k. laumunet mestu ógnina sem vofir yfir netnotendum. Þá er hægt að beita netárásum gegn ríkjum eins og varð vegna deilu Eistlands og Rússlands 2007. Það segir sig sjálft að Íslandi er það lífshagsmunamál að vera að fullu þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til að tryggja öryggi. Ég tek undir það sem haft er eftir Selmu Erlu á heimasíðu Sterkara Ísland. Hún segist ekki skilja hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands eyða öllu sínu púðri í hræðsluáróður um hernaðarbandalag sem á sér engar stoðir í veruleikanum. Við framkvæmd stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum hefur verið ráðist í mörg verkefni á sviði friðargæslu og friðaruppbyggingar stundum með 60.000 manna viðbragðssveit úr herjum félagsríkja. Verkefnin eru nú 14 talsins, víða um heim og einnig unnin af borgaralegu starfsliði til að annast löggæslu og dómarastörf. Ákveðin samlegð er með stefnu Íslands og aðgerðum ESB í borgaralegum verkefnum. Þegar borgarastríðið í fyrrum Júgóslavíu hófst var spurt hvort þetta væri ekki evrópskt vandamál sem viðkomandi grannríki myndu leysa. Annað kom í ljós og þegar stöðva átti átökin í Kosovo þurfti til hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og ráðandi stöðu þeirra í NATO. Ýmsum líkar sú staða ekki. Því hefur lengi verið rætt um hugmyndina um evrópskan varnarher, þ.e. fastan herstyrk frá aðildarríkjum ESB og undir stjórn þess. Ekki yrði um að ræða nýjar hersveitir heldur vel að merkja það að færa herstyrk, sem er hluti af liðsafla NATO og alltaf hefur lotið yfirstjórn bandarísks herforingja, undir evrópska herstjórn. Þeir sem þessu eru hlynntir telja m.a. að komi upp krísa í Austur- eða Mið-Evrópu geti Evrópuþjóðir sjálfar betur átt við málin. Á öndverðum meiði eru rök þeirra sem telja að Evrópuher leiði til þess að NATO og Bandaríkin hverfi í skuggann og þar með áhrif sem ómissandi eru, sérlega í samningum við Rússa. Bent hefur verið á fjölmörg vandamál við framkvæmdina, svo sem val og framleiðslu búnaðar, ákvarðanir sameiginlegrar aðgerðastefnu og um tungumál í samskiptum. Hugsanleg stofnun Evrópuhers varðar Íslendinga, herlausa þjóð, ekki beint. Það er misskilningur að ætla að aðild að Evrópusambandinu leiði til þátttöku í Evrópuher, sem reyndar má draga mjög í efa að verði stofnaður. Ekki hefur grundvöllur fyrir Evrópuher skapast með Lissabon-sáttmálanum. Yfirlýsing ESB vegna aðildar Írlands tekur ótvírætt fram að hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig framlagi til sameiginlegra varna er hagað og að aðildarríki eru ekki skuldbundin til að taka þátt í hernaðarlegum aðgerðum á vegum bandalagsins. (Sjá skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, maí 2010, bls. 34, 60. Í vefsíðu Lisbon Referendum Commission á Írlandi segir m.a.: „The Treaty of Lisbon does not provide for the creation of a European army or any form of conscription“.) Það var verst að „ungir bændur“ og síðan aðrir skyldu verða gripnir tilefnislausum áhyggjum um hervæðingu landsins ef Ísland gerðist aðili að ESB. Um skrif Morgunblaðsins þar um er best að fara sem fæstum orðum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun